top of page

Ný stjórn kjörin á aðalfundi


Aðalfundur Hjólreiðafélags Akureyrar var haldinn miðvikudaginn 13. október síðastliðinn, í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar með lauk fyrsta starfsári félagsins sem hefst og endar að hausti til, en ekki á vorin eins og áður hafði verið venjan. Á fundinum var farið yfir störf félagsins á árinu og ársreikningur lagður fram, en allir gestir fundarins samþykktu hann. Önnur störf fundarins voru samkvæmt lögum félagsins.


Fráfarandi stjórn gaf ekki kost á sér að nýju í heilu lagi og aðeins tveir félagsmenn gáfu kost á sér sem aðalmenn í stjórn og einn til vara. Því vantar enn fimmta aðalmanninn í stjórn og annan varamann, en aðalfundur samþykkti að veita stjórn heimild til að samþykkja nýja meðlimi í stjórn. Því er hér óskað eftir því að þau sem eru áhugasöm um að bjóða fram krafta sína til stjórnarstarfa hafi samband með tölvupósti á stjorn@hfa.is


Ný stjórn er þannig skipuð: Árni F. Sigurðsson, formaður Júlía Matthildur Brynjólfsdóttir, varaformaður Sunna Axelsdóttir, gjaldkeri Sóley Kjerúlf Svansdóttir, ritari

Varamaður: Rögnvaldur Már Helgason


Fráfarandi stjórnarmenn eru Jenný Grettisdóttir, Kári Fannar Lárusson og Gunnar Jarl Gunnarsson. Áður hafði Silja Rúnarsdóttir sagt sig úr stjórn. Þeim er þakkað kærlega fyrir sín störf á undanförnum árum í þágu Hjólreiðafélags Akureyrar. Fundargerð má sjá hér:

Aðalfundur HFA 13.10.21
.pdf
Download PDF • 58KB

bottom of page