top of page

Mót helgarinnar

  • stjorn5
  • May 31, 2022
  • 2 min read

Það er óhætt að segja að helgin hafi verið viðburðarík í hjólreiðum þar sem þrjú mót voru haldin, víðs vegar um landið. HFA átti keppendur á öllum mótunum í ólíkum flokkum.


Götuhjólreiðar - Cannondale mótið

Í götuhjólreiðum var annað bikarmót ársins, Cannondale mótið, haldið á Suðurstrandarveginum. Frá HFA tóku alls 9 konur og 2 karlar þátt í ólíkum flokkum en flokkarnir hjóluðu 46 km, 57 km og 89 km. Í A-flokki kvenna bar Hafdís Sigurðardóttir sigur úr býtum, Silja Rúnarsdóttir var í öðru sæti og Silja Jóhannesdóttir í því þriðja. Félagið okkar átti því þrjú efstu sætin í þessum flokki. Harpa Mjöll Hermannsdóttir tók svo gullið í B-flokki kvenna. Frábær árangur hjá keppendum HFA eftir gríðarlega erfiða keppni. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.


ree

Silja Rúnarsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Silja Jóhannesdóttir í 1.-3. sæti í A-flokki kvenna.

ree

ree

Harpa Hermannsdóttir, 1. sæti í B-flokk kvenna.


Götuhjólreiðar - Mývatns- og Laxárhringurinn

Þá lögðu fjöldi keppenda frá HFA leið sína á Mývatn síðasta laugardag til að taka þátt í hjólreiðamóti þar sem keppt var í tveimur vegalengdum; Mývatnshringnum sem var 42 km og Laxárhringnum sem var 97 km. Báðir hringir hófust og enduðu hjá Jarðböðunum og fengu keppendur frábært veður.


Í karlaflokki Mývatnshringsins náðu HFA félagar efstu þremur sætunum, en Hjalti Jónsson var í 1. sæti, Erwin van der Werve í 2. sæti og Sigmar Benediktsson í 3. sæti.

ree

Í kvennaflokki Mývatnshringsins var Helga Ragnarsdóttir í 2. sæti og Rósfríð Kristín Áslaugsdóttir í 3. sæti.

ree

Í karlaflokki Laxárhringsins var Þorbergur Ingi Jónsson í 1. sæti, Stefán Garðarsson í 2. sæti, Guðlaugur Aðalsteinsson í 3. sæti.

ree

Aðrir keppendur frá HFA náðu einnig frábærum árangri og óskum við þeim til hamingju.


Fjallabrun - Vífilsstaðahlíð

Fyrsta bikarmótið í fjallabruni var haldið í fínasta veðri í Vífilsstaðahlíð þann 28. maí. Þar átti HFA sjö keppendur í flokkunum U17 og U15. Í flokki U17 var Björn Andri Sigfússon í 2. sæti og í flokki U15 var Hlynur Snær Elmarsson í 1. sæti. Aðrir keppendur stóðu sig virkilega vel og sendum við þeim hamingjuóskir.

ree

Björn Andri, Skírnir Daði, Elvar Máni, Hlynur Snær, Anton Þorri og Alexander Þór.


ree

Hlynur Snær Elmarsson


ree

Björn Andri Sigfússon var í 2. sæti í U17, faðir hans tók við verðlaunum fyrir hans hönd.


ree

Hlynur Snær Elmarsson í 1. sæti í flokknum U15.


 
 
 

Recent Posts

See All
Ferðastyrkur HFA

HFA ætlar að veita styrki til keppenda fyrir keppnistímabilið 2025.  I. Í fyrsta lagi er um að ræða styrk sem sóttur er til ÍSÍ vegna...

 
 
 

Comments


© 2024 Hjólreiðafélag Akureyrar

bottom of page