HFA með þrjá fulltrúa á EM í götuhjólreiðum
- stjorn5
- Aug 15, 2022
- 1 min read
Við erum afar stolt af hjólreiðakonunum okkar Hafdísi, Silju J. og Silju R. sem valdnar voru í landslið kvenna til að keppa fyrir hönd Íslands á EM í München.
Hafdís og Silja R eru staddar núna í Þýskalandi og á miðvikudaginn 17. ágúst munu þær keppa í tímatöku sem sýnd verður í beinni útsendingu á rúv2 kl. 11:50.
Silja J. bætist síðan við hópinn og keppir með þeim Hafdísi og Silju R. í hópstarti sunnudaginn 21. ágúst og hefst útsending á rúv2 kl. 9:20.
Við hvetjum alla til að stilla tækin sín og fylgjast með þessum flottu konum spreyta sig á stóra sviðinu.

댓글