top of page

Hafdís Íslandsmeistari í götuhjólreiðum!


Hafdís Sigurðardóttir, kom sá og sigraði NiceAir Íslandsmótið í götuhjólreiðum sem HFA hélt laugardaginn 25. júní. Leiðin sem A flokkur kvenna var frá Jarðböðunum við Mývatn, suður fyrir Mývatn að Laxárvirkjun þar sem Hvammsbrekkan tók við upp á Kísilveg og þaðan aftur til baka í Jarðböðin. Samtals 98 kílómetra leið og Hafdís kom í mark með ansi gott forskot á næstu keppendur, þær Ágústu Eddu Björnsdóttur og Silju Rúnarsdóttur. Frábær árangur hjá Hafdísi sem hefur sannarlega unnið sér inn fyrir þessum titli með mikilli elju og krafti undanfarin ár. Hún varð einnig Íslandsmeistari í tímatöku á fimmtudag og helgin verður því seint toppuð.


A flokkur karla fór sömu leið, að viðbættum hring frá Hvammsbrekkunni að Laxamýri, aftur inn Aðaldalinn og aftur upp Hvammsbrekkuna og þaðan í Jarðböðin. Þar sigraði Ingvar Ómarsson nokkuð örugglega og þar á eftir komu Hafsteinn Ægir Geirsson og Þorbergur Ingi Jónsson, en sá síðastnefndi er í HFA og keppti þarna á sínu fyrsta Íslandsmóti í götuhjólreiðum. Þorbergur er einn allra besti fjallahlaupari landsins en hefur í sumar lagt meiri áherslu á hjólreiðar meðan hann jafnar sig á meiðslum á hæl. Ótrúlegur árangur hjá Þorbergi.


B flokkur karla fór sömu leið og A flokkur kvenna og auk þess fóru B flokkur kvenna og C flokkur karla tvo hringi um Mývatn, samtals 78 kílómetra. Þá fór C flokkur kvenna einn hring um vatnið og aðrir flokkar ýmist tvo eða einn hring um Mývatn en yngsti flokkurinn fór hálfan hring um vatnið og var ræstur sérstaklega.


Hér að neðan má sjá myndir af sigurvegurum í öllum flokkum og með því að smella hér er hægt að skoða heildarúrslitin.



A-flokkur KVK (99km) 1. Hafdís Sigurðardóttir 1989 Félag: Hjólreiðafélag Akureyrar 2. Ágústa Edda Björnsdóttir 1977 Félag: Tindur 3. Silja Rúnarsdóttir 1994 Félag: Hjólreiðafélag Akureyrar





A-flokkur KK (138km) 1. Ingvar Ómarsson Félag: Breiðablik 2. Hafsteinn Ægir Geirsson 1980 Félag: Tindur 3. Þorbergur Ingi Jónsson 1982 Félag: Hjólreiðafélag Akureyrar




B-Flokkur KK (99km) 1. Kristján Guðbjartsson 1976 Tindur 2. Guðfinnur Hilmarsson 1976 Tindur 3 Guðmundur Stefán Martinsson 1982 Tindur




B-Flokkur KVK (78km) 1 Ása Guðný Ásgeirsdóttir 1977 HFR 2 Lilja Ólafsdóttir 1986 Tindur 3 Guðrún Valdís Halldórsdóttir 1979 Breiðablik





C-Flokkur KK (78km) 1 Orri Einarsson 1959 Hjólreiðafélag Akureyrar 2 Hlynur Hardarson 1966 Víkingur 3 Jóhann Friðberg Helgason 1963 Hjólreiðafélag Akureyrar





C-Flokkur KVK (42km) 1 Guðrún Ósk Þrastardóttir 1981 Tindur





U23 KK

1. Eyþór Eiríksson - 2001 Félag: HFR 2. Davíð Jónsson - 2004 Félag: HFR 3. Matthías Schou-Matthíasson - 2003 Félag: Tindur





U23 KVK

1. Bergdís Eva Sveinsdóttir - 2003 Félag: HFR 2. Natalía Erla Cassata - 2003 Félag: Breiðablik





U17 KK

1. Ísak Gunnlaugsson - 2007 Félag: HFR 2. Brynjar Logi Friðriksson - 2006 Félag: HFR





U17 KVK

1. Sigríður Dóra Guðmundsdóttir - 2006 Félag: HFR 2. Íris Björk Magnúsdóttir - 2006 Félag: HFA





U15 KK

1. Hrafnkell Steinarr Ingvason - 2009 Félag: HFR




U15 KVK

1. Hekla Henningsdóttir - 2008 Félag: HFR





U13 KK

1. Mikael Darío Nunez Waage - 2010 Félag: HFR





Comments


bottom of page