top of page

Götuhjólasumarið er byrjað


Fyrsta bikarmótið í götuhjólreiðum fór fram á Reykjanesi í gær.

Hjólreiðafélag Akureyrar átti 13 keppendur í mótinu.


í A flokki KVK voru hjólaðir 77 km. Frá HFA voru fimm konur skráðar til leiks og hefur HFA aldrei átt jafn marga keppendur í A-flokki KVK eða tæp 40% af heildinni.

Hafdís Sigurðardóttir kom sá og sigraði keppnina eftir að hafa ásamt Ágústu Eddu gert árás og hjóluðu þær saman restina af leiðinni sem endaði í endasprett sem Hafdís hafði betur í. Berglind Jónasardóttir, Silja Jóhannesdóttir og Silja Rúnarsdóttir komu þar á eftir í fjögurra manna hóp og endaði það í hörku endasprett sem Silja Rúnarsdóttir vann. Sóley Kjerúlf endaði svo í 8. sæti eftir fjörugan endasprett í fjögurra manna hópi.


🥇 Hafdís Sigurðardóttir

🥉 Silja Rúnarsdóttir
Í B flokki KK voru hjólaðir 96 km. Frá HFA voru þrír karlar skráðir til leiks. Stefán Helgi Garðarsson endaði í 11. sæti, Bjarni Jónsson í 21. sæti og Birgir Fannar Birgisson í 23. sæti. B flokkur karla hélt hópinn að mestu fram að síðasta hring en í síðasta hring varð slys í braut sem tafði öftustu menn.


Í B flokki KVK voru hjólaðir 58 km. Frá HFA voru fimm konur skráðar til leiks og endaði keppnin í mjög tæpum endasprett þar sem Harpa Mjöll Hermannsdóttir endaði í fjórða sæti.

Í nýjum keppnisreglum HRÍ eru úrslit í B-flokk birt eftir aldursflokkum. Úrslitin fyrir HFA KVK voru:


19-29 ára:

🥇 Thelma Rut Káradóttir

🥉 Gyða Björk Ólafsdóttir


40-49 ára:

🥈 Harpa Mjöll Hermannsdóttir


50-59 ára:

🥉 Anna Lilja Sævarsdóttir


Frábær byrjun á sumrinu og verður spennandi að fylgjast með næstu mótum.Comments


bottom of page