top of page

Gangamót - Afhending gagna og sóttvarnarráðstafanir

Hægt verður að sækja keppnisgögn fyrir Gangamót miðvikudaginn 28. júlí milli klukkan 18:00 og 20:00 í bílskúrnum í Víkurgili 11, 603 Akureyri. (Google Maps)

Tengiliður í for-afhendingu er Jenný Grettisdóttir, 8660446


Keppnisgögn verða svo einnig afhent á keppnisdag á Siglufirði milli klukkan 15:30-17:00.


Við biðjum keppendur að mæta með grímu í afhendingu, bæði á Akureyri á miðvikudag og á Siglufirði á fimmtudag.


Sóttvarnarráðstafanir í Gangamótinu verða eftirfarandi:

  • Allt starfsfólk mótsins mun nota grímur.

  • Keppendur eru beðnir um að halda 1m fjarlægð frá öðrum keppendum og vera með grímu fram að ræsingu.

  • Gott bil verður á milli verðlaunapalla og starfsmaður með hanska og grímu afhendir verðlaun.

  • Verðlaunaafhending verður haldin fljótlega eftir að sigurvegarar í hverjum flokki eru komnir í mark. Ekki er beðið þangað til að allir eru komnir í mark með að afhenda verðlaun.

  • Veitingar og verðlaunaafhending fyrir keppendur í Bikarmóti sem enda í Hlíðarfjalli verða við Skíðahótel í Hlíðarfjalli.

  • Veitingar og verðlaunaafhending fyrir keppendur í Almenningsmóti sem enda á svæði Bílaklúbbs Akureyrar verða við klúbbhús Bílaklúbbsins.

  • Keppendur eru beðnir um að halda 1m fjarlægð og yfirgefa svæðið þegar þeir hafa klárað að borða og tekið á móti verðlaunum.


Comments


bottom of page