top of page

Eyjó 1x2 - hjólamót


Hjólreiðafélag Akureyrar og Akureyrardætur bjóða upp á "Eyjó 1x2" götuhjólakeppni miðvikudaginn 9. júní. Ræst verður frá Leirunesti út á þjóðveg 1 og beygt þaðan til hægri inn Eyjafjarðarbraut eystri, hægri beygja tekin við Laugaland og svo aftur við Hrafnagil. Endamark á Eyjafjarðarbraut vestri á milli Skautahallar og Leirunestis. Þeir sem fara tvo hringi halda áfram í gegnum endamark og taka hægri beygju við gatnamót á Norðurlandsvegi. ATH: Þeir sem fara tvo hringi fara ekki í gegnum bílastæði á Leiru heldur halda áfram á veginum.


Karlar og konur hjóla saman en veitt verða verðlaun fyrir 1.-3. sæti í karlaflokki og kvennaflokki í sitt hvorri vegalengdinni. Bannað er að nýta kjölsog af öðrum keppendum en þeim sem ræsa saman í hópi.


Mótið er hugsað sem skemmtun og góð æfing í því að keppa í hóp. Fullkomið fyrir byrjendur að prófa sig áfram á leið sem við þekkjum vel og er hæfileg í erfiðleika og lengd. Smelltu hér til að skrá þig!


Nánari upplýsingar Keppnin hefst miðvikudaginn 9. júní kl. 18:30, keppnisgögn verða afhent við Leirunesti frá kl. 17:40-18:10.

Verð: 1.000 kr.

Tímataka.net sér um tímatöku. Ekki verða afhent númer heldur einungis flögur.


Hægt að velja um 1x Eyjó ca 27 km, eða 2x Eyjó ca. 53 km

Ræsing 2x Eyjó kl. 18:30 Ræsing 1x Eyjó kl. 18:32Comments


bottom of page