top of page

HFA Enduro 2021 - Ráslisti og Covid ráðstafanir


Sökum þess að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu Covid-19 taka gildi á miðnætti fyrir keppni hefur mótsstjórn ákveðið að gera eftirtaldar ráðstafanir:


  • Keppendum er úthlutaður rástími sem miðast við þá röð sem þeir komu í mark á Húsavík. Þessi rástími er til viðmiðunar en er ekki algjörlega heilagur. Keppendur missa ekki af rástímanum sínum ef þeir eru ekki mættir á slaginu. Hann snýst fyrst og fremst um að forðast hópamyndanir og að fólk sé ekki að mæta á staðinn löngu áður en þeir fara af stað. Sömuleiðis er tími á milli ræsinga í höndum keppenda, líkt og áður. Ef fólk vill gefa næsta á undan lengri tíma má það ennþá, og sömuleiðis ef einhverjir vilja hjóla þéttar saman en tíminn gerir ráð fyrir. Rástímana má finna í skjali efst í fréttinni.

  • Ekki verður boðið upp á snarl á Súluplani eins og hefur tíðkast síðustu ár af sóttvarnarástæðum.

  • Keppendur eru hvattir til að halda að lágmarki 1meters millibili sín á milli, gæta að persónulegum sóttvörnum.

  • Starfsmaður með grímu sér um að klippa flögur af þegar komið er á Birkivöll, vinsamlegast byrjið á því að láta klippa þegar þið mætið.

  • Boðið verður upp á veitingar í endamarki en keppendur eru beðnir um að ganga ekki beint í þær. Starfsmaður með grímu og hanska afgreiðir keppendur.

  • Við biðjum keppendur um að dreifa sér vel um svæðið meðan beðið er eftir úrslitum.

  • Gott bil verður á milli palla í verðlaunaafhendingu og starfsmaður með grímu og í hönskum afhendir verðlaunin.


Comments


bottom of page