top of page

Ný stjórn kosin á aðalfundi


Ný stjórn Hjólreiðafélags Akureyrar var kjörin á aðalfundi þann 14. október síðastliðinn. Á aðalfundi í maí 2020 var ákveðið að aðalfundir skyldu haldnir eigi síðar en 15. október á hverju ári, og því var starfsárið 2020 styttra en venjulega.


Fundurinn var haldinn með rafrænum hætti á fjarfundaforritinu Zoom vegna Covid-19 faraldursins og þótti það takast vel. Fundarstörf voru með hefðbundnum hætti, formaður flutti skýrslu stjórnar, gjaldkeri fór yfir ársreikning, farið var yfir siðareglur stjórnar og kosið í nýja stjórn. Hún skipti með sér verkum á fundi sem var haldinn beint í kjölfarið á aðalfundi.


Formaður: Árni F. Sigurðsson

Varaformaður: Silja Rúnarsdóttir

Gjaldkeri: Sunna Axelsdóttir

Ritari: Rögnvaldur Már Helgason

Meðstjórnandi: Gunnar Jarl Gunnarsson


Varamenn: Jenný Grettisdóttir og Kári Fannar Lárusson


Úr stjórn fóru þau Ágúst Örn Pálsson, Sigurður Jóhansson, Emelia Niewada og Elín Auður Ólafsdóttir. Þeim er þakkað kærlega fyrir sín störf á undanförnum árum í þágu Hjólreiðafélags Akureyrar.


Hér að neðan má sjá fundargerð.


aðalfundur-hjólreiðafélags-akureyrar-hau
.
Download • 670KB



bottom of page