top of page

Aðalfundur Hjólreiðafélags Akureyrar

Aðalfundur Hjólreiðafélags Akureyrar 2022 verður haldinn fimmtudaginn 13. október klukkan 20:00.

Fundurinn verður í Klúbbhúsi Bílaklúbbs Akureyrar, Hlíðarfjallsvegi 13, 603 Akureyri

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins eftirfarandi:

A. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.

B. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.

C. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.

D. Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 10. grein.

E. Ákvörðun um árgjald.

F. Staðfesting siðareglna.

G. Kosning í stjórn félagsins til eins árs.

H. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

I. Önnur mál.

Óskað er eftir framboðum í stjórn fyrir komandi tímabil, bæði í aðalstjórn og varamenn.

Óski einhver eftir að bera upp erindi á fundinum er viðkomandi beðinn um að hafa samband við stjórn (stjorn@hfa.is), formann (formadur@hfa.is / 8654195) eða fundarstjóra, sem tilkynntur verður þegar nær dregur.


Tillögur fráfarandi stjórnar að lagabreytingum eru hér að neðan. Greinarnar eru lagðar fram fyrir og eftir breytingu, með breytingar rauðlitaðar.

Tillögur að Lagabreytingum
.pdf
Download PDF • 85KB

Commenti


bottom of page