top of page

Aðalfundur

Aðalfundur Hjólreiðafélags Akureyrar verður haldinn miðvikudaginn 13. október klukkan 20:00.

Fundurinn verður í Teríunni í Íþróttahöllinni á Akureyri, Skólastíg 4.


Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins eftirfarandi:

A. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.

B. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.

C. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.

D. Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 12. grein.

E. Ákvörðun um árgjald.

F. Staðfesting siðareglna.

G. Kosning í stjórn félagsins til eins árs.

H. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

I. Önnur mál.


Óskað er eftir framboðum í stjórn fyrir komandi tímabil, bæði í aðalstjórn og varamenn.


Óski einhver eftir að bera upp erindi á fundinum er viðkomandi beðinn um að hafa samband við stjórn (stjorn@hfa.is), formann (formadur@hfa.is / 8654195) eða fundarstjóra, sem tilkynntur verður þegar nær dregur.


Comments


bottom of page