top of page

Ferðastyrkir HFA 2024

Ferðastyrkur HFA HFA ætlar að veita styrki til keppenda fyrir keppnistímabilið 2024. I. Í fyrsta lagi er um að ræða styrk sem sóttur er til ÍSÍ vegna keppnisferða innanlands. Mót sem teljast styrkhæf eru bikarmót og Íslandsmót í öllum keppnisgreinum innan HRÍ. Umsækjendur sem teljast styrkhæfir eru: Keppendur yngri en 18 ára sem hafa tekið þátt í að minnsta kosti einu móti á tímabilinu. Keppendur 18 ára og eldri sem hafa verið skráðir í A eða B flokk og hafa tekið þátt í að minnsta kosti þremur mótum á tímabilinu. Umsóknir skulu sendar á netfangið stjorn@hfa.is þar sem tekið er fram nafn, kennitala, reikningsnúmer og á hvaða mótum viðkomandi tók þátt í á keppnistímabilinu. Upphæð styrks miðast við fjölda umsækjenda og þátttöku á mótum. Umsóknarfrestur er til 16. október 2024. II. Í öðru lagi geta félagsmenn sem taka þátt í mótum erlendis á hverju tímabili sótt um styrk til félagsins, sem stjórn tekur til ákvörðunar miðað við fjárhagsstöðu og stöðu mála hvað varðar mót og keppendur hverju sinni. Umsóknir skulu sendar á netfangið stjorn@hfa.is þar sem tekið er fram nafn, kennitala og á hvaða mótum viðkomandi tók þátt í á keppnistímabilinu. Leggja þarf fram kvittanir fyrir ferðakostnaði og greinargerð um þau mót sem tekið er þátt í með umsókn. Einnig skal taka fram ef keppandi nýtur annarra styrkja vegna umrædds móts eða móta og sýna þannig fram á raunkostnað keppanda vegna þátttökunnar. Umsóknarfrestur er til 16. október 2024. Akureyri, 9. Oktober 2024 Stjórn Hjólreiðafélags Akureyrar

644A6843_edited.jpg

Fjallahjólabærinn Akureyri - Skýrsla

Árið 2020 var ákveðið að stíga það skref að fá utanaðkomandi ráðgjafa, Magne Kvam, til að gera skýrslu um fjallahjólabæinn Akureyri

Senda skilaboð

Takk fyrir skilaboðin!

bottom of page