Keppnishald í hjólreiðum árið 2020 varð, eins og svo margt annað, fyrir miklum áhrifum vegna Covid-19 faraldursins og fjölmörgum mótum var annað hvort frestað eða aflýst. Engu að síður tókst að halda nægjanlega mörg mót til að krýna Íslands- og bikarmeistara í fjölmörgum greinum hjólreiða. Afar ánægjulegt var að sjá hversu vel HFA-liðum gekk og vonandi verður áframhald á því um ókomna tíð. Vonandi verður keppnishald með hefðbundnum hætti á næsta ári og nú hefur HRÍ gefið út mótaskrá ársins. Þar má meðal annars finna keppnir á Hjólreiðahátíð Greifans og ber þar helst að nefna að Enduro Akureyri verður nú tveggja daga mót. Auk þess verður mótið áfram undakeppni fyrir Enduro World Series. Mótaskránna má sjá með því að smella hér.
top of page
bottom of page
Comments