top of page
Íslandsmótið í ólympískum fjallahjólreiðum (XCO)
28. júlí - Börn og unglingar
31. júli - Ungmenni og fullorðnir

Íslandsmótið í Ólympískum fjallahjólreiðum verður haldið í Kjarnaskógi 28. og 31. júlí 2021.

Mótið er tvískipt.

Þann 28. júlí keppir aldurinn 6-16 ára í eftirtöldum flokkum:

  • U9 (6-8 ára)

  • U11 (9-10 ára)

  • U13 (11-12 ára)

  • U15 (13-14 ára)

  • U17 (15-16 ára)

Þann 31. júlí keppa svo 17 ára og eldri í eftirtöldum flokkum:

  • Junior (17-18 ára)

  • Elite + U23 (19 ára og eldri)

  • Master 35+ (35 ára og eldri)

Keppt verður í 3 mismunandi brautum.

U9 og U1 keppa í litlum hring sem fer eftir trimmbrautinni í Kjarnaskógi og í gegnum skógarstíg. Brautina má sjá hér að neðan

U13, U15 og U17 keppa í stærri hring sem fer að hluta til í hina sívinsælu Spaðabraut í Kjarnaskógi. 

Brautina má sjá hér að neðan.

Junior, Elite + U23 og Master 35+ keppa í nýrri leið, sem er þó á kunnulegum slóðum og nýtir marga af helstu köflum í hinni sívinsælu Spaðabraut. Hér að neðan má finna brautina af Trailforks.

Tech & Feed zone verður afmarkað á túninu við rásmark.

Fjöldi hringja, braut og flokkar:

Braut fyrir 17 ára og eldri - Allir hópar ræstir 31. júlí klukkan 14:00:

Seinkun verður á ræsingu til 14:30!

Junior (17-18 ára) Konur - 60-75 mínútur*

Junior (17-18 ára) Karlar - 60-75 mínútur*

B Flokkur og Master 35+ Konur - 75-90 mínútur*

B Flokkur og Master 35+ Karlar - 75-90 mínútur*

Elite + U23 Konur - 6 hringir, 2. á ráspól

Elite + U23 Karlar - 7 hringir, fremst á ráspól

*Hringjatími eftir fyrsta hring hjá fremsta keppanda í hverjum flokk verður notaður til að reikna út hringjafjölda eftir að keppni er hafin til að heildar keppnistími falli innan viðmiðunarmarka.

Braut fyrir U9 og U11 (6-10 ára):

16:35: U9 (6-8 ára) - 2 hringir

17:00: U11 (9-10 ára) - 3 hringir

Braut fyrir U13, U15 og U17 (11-16 ára)

17:30 U13 (11-12 ára) - 3 hringir

18:00 U15 (13-14 ára) - 4 hringir, aftast á ráspól

18:00 U17 Konur (15-16 ára ) - 5 hringir, 2. á ráspól

18:00 U17 Karlar (15-16 ára) - 6 hringir, Fremst á ráspóló

Allar keppnisbrautir á Trailforks
Neðst á síðunni má finna GPX skrá af hverri braut sem hægt er að hlaða niður og setja í hjólatölvu.

bottom of page