top of page
Tímataka í Eyjafirði
​Í boði Eyjafjarðarsveitar

Bikarmót í tímatöku fer i fram Eyjafirði. Ræst verður sunnan við Hrafnagilshverfi og snúningspunktur er við gatnamót Eyjafjarðarbrautar vestri og eystri, rétt norðan við Smámunasafnið. Um 14km eru að snúningspunkt svo heildarvegalengd er 28km.

Hér má skoða segment á Strava, sem sýnir brautin frá startlínu og að snúningspunkti.

Athugið að eftir skemmdir á vegum eftir flóð í Eyjafirði mánaðarmótin júní-júlí gæti þurft að endurskoða brautina þegar að buið er að meta aðstæður í samvinnu við Vegagerðina.

Eyjafjarðarsveit býður öllum keppendum í sund á Hrafnagili eftir mót. Einnig er hægt að nýta sér búningsaðstöðu fyrir mót. Athugið þó að takmarkað skápapláss (35 skápar í hvorum klefa) er þannig að óskað er eftir að keppendur geymi ekki föt eða búnað í sundlauginni á meðan á móti stendur.

Þar sem mótið er um verslunarmannahelgina og líklegt er að margir séu á tjaldsvæðinu og að nota sundlaugina er ekki hægt að tryggja að allir keppendur komist í læsta skápa eftir mót. Öllum keppendum verður þó hleypt í laugina en einhverjir gætu þurft að geyma föt í opnum körfum. Hægt er að geyma verðmæti í afgreiðslu.

Keppt verður eftir keppnisreglum HRÍ. Bendum sérstaklega á kafla 4.7 um Tímatöku

bottom of page