top of page
Brekkusprett og Kirkjutröppubruni hefur því miður verið aflýst vegna Covid-19.
Brekkusprettur í Listagilinu

Brekkuspretturinn er orðinn einn af hápunktum Hjólreiðahátíðar, en það er æsispennandi útsláttarkeppni upp Listagilið á Akureyri.

Hjólaður er 130m sprettur upp gilið.

Fyrst er tímaumferð þar sem allir fara eina umferð, efstu 16 eða 32 keppendur (fer eftir skráningu) er svo raðað niður í útsláttarkeppni og að lokum stendur eftir einn sigurvegari.

Kirkjutröppubrunið

Kirkjutröppubrunið er einn af mest spennandi viðburðum hátíðarinnar en þar keppa færustu fjallabrunarar í "Townhill" braut þar sem endað er að fara niður eitt af kennileitum Akureyrar, kirkjutröppurnar við Akureyrarkirkju.

Mótið er boðsmót og ekki opið fyrir almenna skráningu.

Boðslistinn er settur saman út frá árangri keppenda í fjallabrunmótum síðustu 12 mánuði. Gefin eru stig fyrir heildar árangur í mótum (óháð flokkum, svo lengi sem flokkar fara sömu braut) og er þeim sem hafa flest stig boðin þáttaka.

Einnig eru topp 3 sætunum í heildarkeppnum bæði HFA Enduro 2021 og Fjallabruni í Hlíðarfjalli 2021 boðin þáttaka í mótinu.

Keppendur verða að hafa náð 18 ára aldri.

Keppt er í karlaflokk og kvennaflokk.

Krafa er gerð um full-face hjálm, bakbrynju og hnéhlífar í mótinu.

Keppendur fá einungis eina umferð. Heimilt er að kanna aðstæður fyrir mót en tröppurnar eru þó opnar fyrir almennri umferð þangað til stuttu fyrir ræsingu.

bottom of page