top of page
Slopestyle í Skátagilinu

Skátagilið er vannýtt náttúruperla í miðbæ Akureyrar, það liggur upp úr miðri göngugötunni upp að Oddeyrargötu.

HFA hefur ákveðið að skella í fyrstu Slopestyle keppnina á hjólum sem haldin hefur verið hér á landi.

Slopestyle er keppnisgrein sem snýst um töffaraskap, en hjóluð er braut með stökkpöllum og öðrum þrautum sem henta vel til að gera "trick", sýna gott flæði og heilla dómarana með stílnum.

Allir keppendur fá tvær umferðir til að heilla dómarana sem gefa stig fyrir flottustu stökkin, trikkin, besta flæðið og annað þess háttar.

Ekki er keppt í neinum sérstökum aldursflokkum, en skipt er í karla og kvennaflokk.

IMG_5881.jpg
bottom of page