Skráning í HFA

Frá og með maí 2020 er skráning í félagið í gegnum Nóra kerfið.

Til að skrá sig í HFA eða endurnýja árgjald þarf að fara á iba.felog.is

Þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Þar skal ýta á hnappinn "Skráning í boði"

Þá birtist listi yfir öll þau námskeið sem í boði eru. Þar á lista ætti að vera Hjólreiðafélag Akureyrar, Félagsgjöld, Árgjald eins og sjá má á mynd. Ef listinn er mjög langur er hægt að ýta á "Velja greinar" fellistikuna og velja þar hjólreiðar.

Hægt er að greiða með kreditkorti eða fá sendann greiðsluseðil í heimabanka.

Félagsskirteini eru rafræn og verða send á félagsmenn í tölvupósti á það netfang sem skráð er í Nóra.

 

nora-1.png