top of page

Stökkæfingar í Boganum fram á vor


Næstu mánudagskvöld verður fjör í Boganum á milli 20 og 22, en HFA hefur nú fengið þennan tíma til umráða fram á vor fyrir æfingar á stökkpöllum og lendingarpúða. Mánudaginn 1. mars bauð HFA félagsmönnum að koma og prófa búnaðinn. Frábær stemmning skapaðist og kvöldið heppnaðist eins vel og vonast var eftir.


Með þessum tímum hafa félagsmenn tækifæri til að æfa stökk yfir vetrartímann og koma þannig vel undirbúnir í gott hjólasumar á stökkpöllunum og í keppnum. Lendingarpúðinn býður upp á þann möguleika að hægt er að æfa ýmis konar „trikk“ án þess að hafa of miklar áhyggjur af lendingunni, því hann er hannaður til að mýkja hana verulega. Í framtíðinni horfir HFA til þess að haldin verði slopestyle mót, þar sem keppendur eru dæmdir eftir erfiðleikastigi á þeim trikkum sem þeir gera og stíl. Slík mót eru ekki mjög ólík því sem þekkist til dæmis á snjóbrettum.


Vart þarf að taka fram að fylgja þarf öllum reglum sem gilda í húsinu sem og gildandi sóttvarnareglum hverju sinni. Tímarnir eru aðeins í boði fyrir meðlimi HFA og því mikilvægt að ganga frá skráningu, sé ekki búið að því nú þegar. Að sinni verða tímarnir ekki skipulagðir með beinum hætti, en Gunnar Jarl verður fulltrúi HFA.


Comments


bottom of page