top of page

Silja J. bikarmeistari í Criterium 2023

Silja Jóhannesdóttir gerði sér lítið fyrir og landaði bikarmeistaratitlinum í Criterium 2023 á þriðjudagskvöldið. Hún hefur sigrað allar þrjár keppnirnar sem hafa verið haldnar og tryggir sér þar með bikarinn. Virkilega flottur árangur hjá Silju.

Hafdís og Silja í 1. criterium bikarmótinu sem haldið var hér á Akureyri. Mynd: Ármann Hinrik. Fleiri myndir hérna.


Harpa Mjöll Hermannsdóttir hefur einnig keppt í öllum þremur mótunum og er í 3. sæti í B.flokk kvenna.


Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu mótum, en í ágúst verður fjórða og síðasta bikarmótið ásamt Íslandsmeistaramótinu.



留言


bottom of page