Akureyrarbær auglýsir sumarstarf fyrir háskólanema sem snýst um hjólreiðar.
Verkefnið er fjármagnað af nýsköpunarsjóði námsmanna og felst í að kynna fjölbreytta afþreyingarkosti á Akureyri og næsta nágrennis er varðar útivistarsvæði og merktar göngu- og fjallahjólaleiðir. Vinna þarf að rafrænni framsetningu og markaðssetningu á þessum kostum, skoða hvaða kerfi og smáforrit geta nýst í þeirri vinnu og kanna kosti þeirra og galla.
Til að geta sótt um þessi störf er skilyrði að umsækjandi sé skráður í nám í haust og sé á milli missera. Skila þarf inn staðfestingu þess efnis rafrænt með umsókn.
Skilyrði að umsækjendur eigi lögheimili á Akureyri.
Starfstímabil: Í allt að 3 mánuðir (vor/sumar/haust 2021).
Starfsstöð: Akureyrarstofa
Verkefnið Taka þarf saman gögn um þá kosti sem í boði eru, afla gagna þar sem það skortir, samræma framsetningu og kynna á heimasíðu bæjarins www.visitakureyri.is og á samfélagsmiðlum bæjarins. Gagnaöflun felst m.a. í að safna GPS hnitum, myndefni, upplýsingum um aðstæður, erfiðleikastig og upphafsstað leiða og setja fram á sem bestan hátt bæði á íslensku og ensku. Í sumum tilvikum þarf að vinna efni frá grunni (myndefni, hnit o.fl.) Á sama tíma þarf að vera tryggt að skráning og kortlagning samrýmist annarri upplýsingagjöf um útivistarkosti á vegum sveitafélagsins. Nánari upplýsingar má finna með því að smella hér.
Comentários