Aðalfundur Hjólreiðafélags Akureyrar var haldinn fimmtudaginn 13. október 2022 í húsnæði Bílaklúbbs Akureyrar kl. 20:00.
Á fundinum var farið yfir störf félagsins á árinu og ársreikningur lagður fram ásamt nokkrum lagabreytingum sem voru samþykktar á fundinum. Með þeim lagabreytingum er nú kosið tvo einstaklinga í stjórn til tveggja ára og einn til eins árs. Á hverjum aðalfundi eru þar að leiðandi kosnir þrír einstaklingar. Varamenn eru kosnir til eins árs.
Fyrir fundinn lágu fjögur framboð í aðalstjórn og eitt til varamanns og á fundinum barst eitt framboð í aðalstjórn og eitt til varamanns. Ný stjórn var samþykkt á fundinum og telst nú fullskipuð, þrír til eins árs og tveir til tveggja ára. Í stjórn sitja fyrir tímabilið 2022-2023: Sigrún Kristín Jónsdóttir formaður, Sóley Kjerúlf Svansdóttir ritari, Garðar Kári Garðarsson gjaldkeri, Skúli Gunnar Árnasson meðstjórnandi og Stefán Helgi Garðarsson varaformaður. Varamenn eru: Jóhann Heiðar Friðriksson og Berglind Jónasardóttir.
Fráfarandi stjórnarmenn eru: Árni F. Sigurðsson, Sunna Axelsdóttir, Júlía Matthildur Brynjólfsdóttir og Rögnvaldur Már Helgason. Þeim er þakkað kærlega fyrir sín störf á undanförnum árum í þágu Hjólreiðafélags Akureyrar.
Fundargerð má sjá hér:
Comments