top of page

Mót helgarinnar

Það er óhætt að segja að helgin hafi verið viðburðarík í hjólreiðum þar sem þrjú mót voru haldin, víðs vegar um landið. HFA átti keppendur á öllum mótunum í ólíkum flokkum.


Götuhjólreiðar - Cannondale mótið

Í götuhjólreiðum var annað bikarmót ársins, Cannondale mótið, haldið á Suðurstrandarveginum. Frá HFA tóku alls 9 konur og 2 karlar þátt í ólíkum flokkum en flokkarnir hjóluðu 46 km, 57 km og 89 km. Í A-flokki kvenna bar Hafdís Sigurðardóttir sigur úr býtum, Silja Rúnarsdóttir var í öðru sæti og Silja Jóhannesdóttir í því þriðja. Félagið okkar átti því þrjú efstu sætin í þessum flokki. Harpa Mjöll Hermannsdóttir tók svo gullið í B-flokki kvenna. Frábær árangur hjá keppendum HFA eftir gríðarlega erfiða keppni. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.Silja Rúnarsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Silja Jóhannesdóttir í 1.-3. sæti í A-flokki kvenna.


Harpa Hermannsdóttir, 1. sæti í B-flokk kvenna.


Götuhjólreiðar - Mývatns- og Laxárhringurinn

Þá lögðu fjöldi keppenda frá HFA leið sína á Mývatn síðasta laugardag til að taka þátt í hjólreiðamóti þar sem keppt var í tveimur vegalengdum; Mývatnshringnum sem var 42 km og Laxárhringnum sem var 97 km. Báðir hringir hófust og enduðu hjá Jarðböðunum og fengu keppendur frábært veður.


Í karlaflokki Mývatnshringsins náðu HFA félagar efstu þremur sætunum, en Hjalti Jónsson var í 1. sæti, Erwin van der Werve í 2. sæti og Sigmar Benediktsson í 3. sæti.


Í kvennaflokki Mývatnshringsins var Helga Ragnarsdóttir í 2. sæti og Rósfríð Kristín Áslaugsdóttir í 3. sæti.


Í karlaflokki Laxárhringsins var Þorbergur Ingi Jónsson í 1. sæti, Stefán Garðarsson í 2. sæti, Guðlaugur Aðalsteinsson í 3. sæti.

Aðrir keppendur frá HFA náðu einnig frábærum árangri og óskum við þeim til hamingju.


Fjallabrun - Vífilsstaðahlíð

Fyrsta bikarmótið í fjallabruni var haldið í fínasta veðri í Vífilsstaðahlíð þann 28. maí. Þar átti HFA sjö keppendur í flokkunum U17 og U15. Í flokki U17 var Björn Andri Sigfússon í 2. sæti og í flokki U15 var Hlynur Snær Elmarsson í 1. sæti. Aðrir keppendur stóðu sig virkilega vel og sendum við þeim hamingjuóskir.

Björn Andri, Skírnir Daði, Elvar Máni, Hlynur Snær, Anton Þorri og Alexander Þór.


Hlynur Snær ElmarssonBjörn Andri Sigfússon var í 2. sæti í U17, faðir hans tók við verðlaunum fyrir hans hönd.


Hlynur Snær Elmarsson í 1. sæti í flokknum U15.


コメント


bottom of page