Á lokahófi félagsins sem fór fram 28. október sl. voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu.
Hlynur Snær og Sylvía Mörk valin ungliðar ársins og Harpa Kristín og Óli Bjarni nýliðar ársins
Á lokahofi eldri iðkenda voru Hafdís Sigurðardóttir og Stefán Helgi valin hjólreiðakona- og maður ársins.
Félagsmann stóðu sig virkilega vel á tímabilinu og áttu Íslands- og bikarmeistara í nokkrum flokkum. Þeir voru heiðraðir á lokahófi HRÍ sem fór fram síðast liðna helgi.
Hafdís Sigurðardóttir var Íslands- og bikarmeistari í TT
Sylvía Mörk, bikarmeistari í fjallabruni U15
Harpa Mjöll, viðurkenning fyrir flest stig í B-flokki
Björn Andri, bikarmeistari í fjallabruni junior
Silja Jóhannesdóttir, bikarmeistari í götuhjólreiðum og Íslands- og bikarmeistari í Criterium
Hlynur Snær, bikarmeistari í fjallabruni U17
Óli Bjarni, bikarmeistari í fjallabruni U13
Þá var Hafdís Sigurðardóttir kosin hjólreiðakona ársins annað árið í röð og við óskum henni og öllum öðrum innilega til hamingju með frábæran árangur á árinu.
Comments