top of page

Hjólreiðafólk ársins 2021

Á dögunum var Hjólreiðafólk ársins hjá HFA verðlaunað á félagsfundi HFA. Að þessu sinni var Jónas Stefánsson valinn Fjallahjólareiðamaður ársins, Berglind Jónasardóttir var valin Fjallahjólreiðakona ársins, Sigmar Benediktsson var valinn Götuhjólreiðamaður ársins og Silja Jóhannesardóttir var valin Götuhjólreiðakona ársins. Ungliði ársins var Björn Andri Sigfússon.


Götuhjólreiðakona ársins - Silja Jóhannesdóttir

Götuhjólreiðakona ársins er Silja Jóhannsdóttir – Silja á ekki langan keppnisferil að baki en varð samt sem áður Íslandsmeistari í Elite kvenna í götuhjólreiðum í sumar. Silja byrjaði sumarið í B-flokki og vann þar fyrstu tvö mótin. Hún færði sig svo upp í Elite flokk kvenna og varð þar tvisvar í 4. sæti. Silja var einnig valin til að fara með landsliði HRÍ á U6 í Svíþjóð og keppti hún sem fulltrúi Íslands á Evrópumótinu í götuhjólreiðum.
Götuhjólreiðamaður ársins - Sigmar Benediktsson


Götuhjólreiðamaður ársins er Sigmar Benediktsson. Sigmar keppti í flokki 50-59 ára og varð í 1. Sæti á Íslandsmótinu í þeim flokki. Hann var einnig sigurvegari í bikarmótaröð 50-59 ára með einum sigri, var einu sinni í öðru sæti og tvisvar í þriðja sæti.Fjallahjólreiðakona ársins - Berglind Jónasardóttir

Berglind varð í 2. Sæti í B-flokk á Bikarmóti í Fjallabruni í Hlíðarfjalli, ásamt því aðverða í 2. Sæti í B-flokk kvenna í HFA Enduro 2021.
Fjallahjólreiðamaður ársins

Fjallahjólareiðamaður ársins er Jónas Stefánsson. Jónas eða Jonni eins og flestir þekkja hann sigraði í bikarmótaröð Enduro með einum sigri og var hann þrisvar í öðru sæti. Jónas keppti einnig í þremur umferðum í Enduro World Series.Ungliði ársins - Björn Andri Sigfússon

Björn Andri er einn allra efnilegasti hjólreiðamaður landsins og er einn af mörgum ungum iðkendum úr HFA sem þræða öll fjallabrunmót tímabilsins og skilaði það honum sigri í U17 flokk eftir tímabilið. Þess ber að nefna að á 2. bikarmóti sem fór fram á Akureyri var Björn með besta tíma allra keppenda í mótinu. Björn sigraði líka fyrsta Slopestyle hjólamót sem haldið hefur verið á Íslandi á Hjólreiðahátið í sumar.


Björn Andri aðstoðaði við þjálfun barna og ungmenna og er hann byrjaður í markvissri vetrarþjálfun og ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili.


Comments


bottom of page