top of page

HFA kaupir stökkpalla frá MTB Hopper


Seint á síðast ári ákvað stjórn HFA að festa kaup á sérstökum stökkpöllum, sem eru ætlaðir til æfinga fyrir jafnt börn sem fullorðna. Pallana má nýta til að æfa stökk og lendingar á fjallahjólum, slopestyle hjólum og fleirum.


Eitt helsta markmið stjórnarinnar með þessum kaupum er að efla starfið og þjálfun fyrir yngri iðkendur félagsins, bæði til að efla áhuga þeirra og styrkja sem hjólara en einnig til að geta betur þjálfað þá sem hafa hug á að keppa í mótum.


Fyrri stjórnir HFA höfðu haft áætlanir um að HFA myndi eignast stökkpalla sem nýta mætti með lendingarpúða sem HFA á, en þær höfðu ekki gengið eftir. Því ákvað núverandi stjórn að fjárfesta í pöllum frá MTB Hopper sem mjög auðvelt er að setja upp og pakka aftur saman. Þeir eru því mjög meðfærilegir og bjóða upp á heilmikla möguleika til þjálfunar.
Í liðinni viku voru pallarnir settir upp í fyrsta sinn, í Boganum. Stjórnin vinnur nú að því að finna húsnæði sem hentar undir inniæfingar yfir vetrartímann. Þessi staðsetning gengur vel upp en óvíst er hvort félagið fái þar tíma til framtíðar að svo stöddu. Um leið var lendingarpúðinn blásinn upp en hann hefur að mestu legið óhreyfður frá því að hann var keyptur eins og fyrr segir, vegna skorts á stökkpöllum.Á næstunni er stefnt að því að koma púðanum og pöllunum upp innandyra sem oftast, þegar tækifæri gefast til þess. Til að byrja með verður slíkt auglýst í Facebook hópnum Enduro Æfingahópur HFA. Hér að neðan má sjá myndband frá Global Mountain Bike Network þar sem sambærilegir pallar eru settir upp og prófaðir.

Comments


bottom of page