top of page

Grunnviðhald fyrir reiðhjól



Mikilvægt er að huga að viðhaldi reiðhjóla fyrir sumarið, til að þau séu bæði örugg og eins góð og mögulegt er. Það bætir alla upplifun af því að hjóla, að hjólið sé í góðu ástandi og allt virki eins og það á að gera. Slitfletir eru margir og skipta þarf út hinum ýmsu hlutum með reglulegu millibili. Þetta á við um bremsur, gíra, víra og barka, grip á stýrinu, pedala og dekk ásamt ýmsu öðru.


Öryggið er sérstaklega mikilvægt og því algjört lykilatriði að bremsur virki eins og skyldi. Magnús Smári, félagi í HFA, fer hér yfir helstu grunnatriðin í viðhaldi hjóla og hvað þarf að yfirfara á vorin áður en haldið er út í gott hjólasumar. Hann fer yfir þrjár gerðir af hjólum, með vökvadiskabremsum, víradiskabremsum og púðabremsum. Í myndbandinu vinnur hann með barnahjól en öll þau atriði sem farið er yfir eiga líka við um hjól fyrir fullorðna.





Comments


bottom of page