top of page

Greiðsluseðlar fyrir árgjaldi sendir út


Greiðslumiðlun sendir nú út greiðsluseðla fyrir HFA upp á 5390 kr., sem er félagsgjaldið fyrir árið 2020. Þennan seðil fá allir þeir sem eru á meðlimaskrá félagsins og hafa ekki gengið frá skráningu fyrir árið 2021 í gegnum iba.felog.is. Í febrúar var sendur tölvupóstur til allra meðlima með upplýsingum um greiðslu ársgjalds. Allir félagsmenn sem voru skráðir árið 2020 verða sjálfkrafa skráðir í félagið fyrir árið 2021 og fengu póst um þá skráningu. Í kjölfarið var hægt að ganga frá greiðslu strax í Nóra (iba.felog.is), en að öðrum kosti er nú sendur út greiðsluseðill sem hægt er að greiða í netbanka.


Verði ekki gengið frá greiðslu fyrir 21. mars verða greiðsluseðlar felldir niður og þeir sem ekki hafa greitt árgjald verða teknir af félagaskrá HFA.


Bæði þeir sem verða teknir út sem og allir aðrir sem hafa hug á að ganga í félagið munu áfram geta gengið frá skráningu í Nóra. Við vonumst auðvitað eftir því að félagsmenn vilji áfram taka þátt í starfinu og hvetji sem flesta til þess að skrá sig í félagið.



Comments


bottom of page