top of page

Götuhjólatímabilið hafið!

Götuhjólakeppnistímabilið hófst um helgina þegar keppt var í Reykjanes classic. Keppnin hófst með Gríndarvíkurtímatökunni á föstudagskvöldið. Hafdís Sigurðardóttir sigraði þar A flokk kvenna en hún hjólaði um 30km á 43:06 mínútum, 4 mínútum á undan næsta keppanda.

Mynd: Kristófer Gunnlaugsson


Á laugardagsmorgni var fyrsta bikarmótið í götuhjólreiðum haldið á Suðurstrandaveginum. HFA átti þar 10 keppendur.


A flokkur kvenna hjólaði 89km leið og kepptu þar þær Hafdís Sigurðardóttir, Silja Jóhannesdóttir og Sóley Kjerúlf Svansdóttir. Hópurinn slitnaði fljótlega á Festafjallinu þar sem Hafdís, Silja og Ágústa Edda úr Tind náðu góðu forskoti á hópinn. Hafdís og Silja náðu síðan að slíta sig frá Ágústu Eddu þegar leið á keppnina. Hafdís hafði betur gegn Silju. Úrslitin Hafdís í 1.sæti og Silja í 2. sæti. Virkilega flott byrjun á keppnistímabilinu hjá okkar konum. Einnig fékk Hafdís verðlaun fyrir besta samanlagða tímann í báðum keppnunum.


B flokkur kvenna hjólaði 57 km leið og kepptu þær Harpa Mjöll Hermannsdóttir, Þórdís Rósa Sigurðardóttir, Gyða Björk Ólafsdóttir, Anna Lilja Sævarsdóttir og Thelma Rut Káradóttir. Hópurinn hélt lengi vel saman en þegar leið á keppnina voru fjórar konur sem náðu að slíta sig frá hópnum. Harpa Mjöll var í þeim hópi og náði hún 2. sæti.

Í B flokk karla kepptu þeir Bjarni Jónasson og Rögnvaldur Már Helgason.

Flottur hópur sem við hlökkum til að fylgjast áfram með í sumar.


Við viljum vekja athygli á því að næstu bikarmót verða haldin hér í heimabyggð. Annað TT bikarmót sumarsins fer fram í Eyjafjarðarsveit þann 25. maí og annað RR bikarmót sumarsins fer fram í Mývatnssveit þann 27. maí. Þá verður XCO bikarmót haldið í Kjarnaskógi sunnudaginn 28. maí að því loknu verður krakka XCO mót. Seinna þann dag verður svo haldið fyrsta Criterium bikarmót sumarsins á svæði Bílaklúbbsins. Virkilega spennandi viðburðir á næstunni sem enginn má láta framhjá sér fara.


Comments


bottom of page