top of page

Götuhjólaæfingar sumarið 2024

Götuhjólaæfingar HFA sumarið 2024 verða á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 18:00 frá 21. maí til 11. júlí. Æfingarnar henta öllum sem vilja æfa sig á götuhjóli, ná betri tökum á því og hjóla í hópi með öðrum. Getustig skiptir ekki máli, æfingarnar henta bæði byrjendum og lengra komnum.


Upphafsstaðir æfinga verða misjafnir og auglýstir í Sportabler, þar sem öll helstu samskipti fara fram. Einnig verður búinn til lokaður hópur á Facebook fyrir þau sem eru skráð á æfingar.


Þjálfarar: Hafdís Sigurðardóttir, Rögnvaldur Már Helgason, Silja Jóhannsdóttir, Sóley Kjerúlf og Hafsteinn Lúðvíksson.
Comments


bottom of page