Íslandsmót Greifans í fjallabruni og Enduro Greifans voru haldin dagana 15.-17. júlí sl. Enduro veðrið virtist hafa ákveðið að færa sig yfir á Downhill daginn, hvernig svo sem á því stendur 😊 Við héldum líka Ungdúró í fyrsta skipti sem heppnaðist mjög vel. Við erum sérstaklega ánægð hve góð þátttakan var í yngri flokkunum – þetta lofar góðu og virkilega efnilegir krakkar sem stigu margir sín fyrstu skref í hjólreiðakeppnum um helgina.
Við viljum þakka öllum sem tóku þátt sem keppendur, aðstoðarfólk, í skipulagi eða hverju sem var fyrir ógleymanlega helgi – þetta var geggjað og þið eruð ómissandi.
HFA keppendur stóðu sig vel að vanda – hér eru þau sem sópuðu inn verðlaunum um helgina.
Ungdúró Greifans 15. júlí
Ungdúró var haldið hjá okkur í fyrsta skiptið og gekk virkilega vel í frábæru veðri. Keppt var í flokkum frá 5-16 ára þar sem allir krakkar 5-8 ára fengu þátttökuverðlaun.
Ungdúró Greifans - U17
KVK 1. sæti Júlíetta Iðunn Tómasdóttir
KK 2. sæti Skírnir Daði Arnarsson
Ungdúró Greifans - U15
KK 1. sæti Hlynur Snær Elmarsson
3. sæti Sigurður Ægir Filippusson
Ungdúró Greifans - U13
KK 3. sæti Anton Ingi Davíðsson
KVK Hér höfðum við fjóra nagla frá HFA sem röðuðu sér í sætin!
1. sæti Sylvía Mörk Kristinsdóttir
2. sæti Ásta Ninna Reynisdóttir
3. sæti Harpa Kristín Guðnadóttir
4. sæti Gyða Marín Baldvinsdóttir
Ungdúró Greifans - U11
KVK 1. sæti Sunna Koldís Kristinsdóttir
KK Í þessum flokki voru 12 strákar og 11 af þeim skráðir í HFA. Hér eru fyrstu þrír:
1. sæti Björgvin Jóhann Eggertsson
2. sæti Elvar Magni Þorvaldsson
3. sæti Sigursteinn Gísli Kristófersson
Enduro Greifans 15.-16. júlí
Við héldum tveggja daga Enduro mót þessa helgi sem var alveg frábært.
Hér eru myndir frá Ármanni af degi 2 og hér af degi 1.
Enduro Greifans – Rafmagnshjól
KVK 1. sæti Svala Ýrr Björnsdóttir
KK 1. sæti Baldvin Gunnarsson
Enduro Greifans – Masters 35+
KVK 3. sæti Guðrún Jakobsdóttir
KK 3. sæti Kristinn Magnússon
Enduro Greifans – B flokkur
KVK 1. sæti Unnur Ósk Unnsteinsdóttir
Enduro Greifans – A flokkur
KK 1. sæti Jónas Stefánsson
3. sæti Bjarki Sigurðsson
Íslandsmót Greifans í fjallabruni 17. júlí
Fjallabrunið var haldið sunnudaginn 17. júlí, ekki í aaaalveg eins góðu veðri og Enduro en yndislegt samt! Hér er myndapakki frá honum Ármanni okkar af því og hérna frá Magnúsi Smára.
Í þetta skiptið eignuðumst fjóra Íslandsmeistara í sínum flokkum í fjallabruni.
Fjallabrun – U11
KVK 1. sæti Sunna Koldís Kristinsdóttir
KK 1. sæti Elvar Magni Þorvaldsson
2. sæti Eldar Ásþórsson
Fjallabrun – U13
KVK Naglarnir fjórir aftur á ferð!
1. sæti Sylvía Mörk Kristinsdóttir
2. sæti Ásta Ninna Reynisdóttir
3. sæti Harpa Kristín Guðnadóttir
4. sæti Gyða Marín Baldvinsdóttir
KK 1. sæti Anton Ingi Davíðsson
Fjallabrun – U15
KK 1. sæti Hlynur Snær Elmarsson
2. sæti Tómas Rafn Harðarson
Fjallabrun – U17
KVK 1. sæti Júlíetta Iðunn Tómasdóttir
KK 2. sæti Skírnir Daði Arnarsson
3. sæti Björn Andri Sigfússon
Fjallabrun – Master
KVK 2. sæti Greta Huld Mellado
KK 3. sæti Kristinn Magnússon
Fjallabrun – A flokkur
KK 2. sæti Bjarki Sigurðsson
3. sæti Jónas Stefánsson
Önnur úrslit og tíma má finna á tímataka.is
Comments