top of page

Fjallahjólabærinn Akureyri - skýrsla um uppbyggingu



Akureyrarbær og Hjólreiðafélag Akureyrar hafa árum saman unnið að því að byggja upp

og viðhalda fjallahjólaleiðum í kringum Akureyri.

Árið 2020 var ákveðið að stíga það skref að fá utanaðkomandi ráðgjafa, Magne Kvam, til að gera skýrslu um fjallahjólabæinn Akureyri og veita ráðgefandi álit og nýja innsýn til að koma af stað

vinnu við að móta langtíma áætlun um uppbyggingu innviða fjallahjólreiða á svæðinu.


Þessi skýrsla er hugsuð sem liður í markvissu langtímaplani er varðar uppbyggingu á

svæðinu. Hjólreiðafélagið og Akureyrarbær geta þá unnið að því í sameiningu að gera

Akureyri að höfuðborg fjallahjólreiða á Íslandi og miða bæði að því að efla fjallahjólreiðar

sem keppnisíþrótt og að kynna þær sem spennandi afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Smelltu hér til að skoða skýrsluna.



Comments


bottom of page