top of page

Fjallahjólaæfingar fyrir börn og fullorðna

Í byrjun júní hefjast æfingar á fjallahjólum fyrir börn og einnig fullorðna, en fyrir þá síðarnefndu verður boðið upp á námskeið með 3 æfingum þar sem Jónas Stefánsson fer yfir allt sem kunna þarf.


Æfingar fyrir börn og unglinga verða nú í boði þriðja sumarið í röð, að þessu sinni í allt sumar fyrir 8-16 ára. Æfingar hefjast 7. júní og eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16:30-18:00, og fara fram innanbæjar, í Kjarnaskógi og í Hlíðarfjalli.

Mismunandi er eftir styrkleikahópum hvað verður gert en hópnum er skipt í þrjá hópa styrkleikahópa á hverri æfingu þar sem iðkendur fara í viðeigandi æfingar og áskoranir eftir getu og reynslu frekar en aldri. Yfirþjálfari er Gunnar Jarl Gunnarsson. Smelltu hér til að lesa meira um æfingar fyrir börn og unglinga.

Sem fyrr segir býður HFA í sumar upp á námskeið fyrir fullorðna sem vilja bæta sig á hjólinu, vinna í tækni, læra betur hvernig á að beita sér á hjólinu, nýta gíra og bremsur, velja línur og margt fleira. Jónas Stefánsson, Jonni, einn besti fjallahjólamaður landsins sér um námskeiðið.

Tvö námskeið eru í boði, 1.-3. júní og 8.-10.júní. Hvert námskeið inniheldur þrjú kvöld, tvær klukkustundir í senn. Kennt er í Kjarnaskógi. Smelltu hér til að lesa meira um fjallahjólanámskeiðið með Jonna.

Comments


bottom of page