top of page

2. bikarmót í DH í Skálafelli

Annað bikarmót sumarsins var haldið í Skálafelli þann 21. ágúst í Downhill, eða fjallabruni, í fínasta veðri. Hjólreiðafélag Akureyrar átti þar marga keppendur að vanda og voru nokkrir sem skelltu sér í toppsætin í sínum flokkum.

Bjarki Sigurðarsson landaði 1. sæti í Elite karla eftir flotta bætingu í ferð númer tvö.

Arnar Tryggvason var í 3. sæti í Mastersflokki karla.

Björn Andri Sigfússon var í 3. sæti í U17 flokki karla.

Hlynur Snær Elmarsson var í 1. sæti í U15 flokki karla.

Anton Ingi Davíðsson í 3. sæti í U13 flokki karla.


HFA þakkar BFH fyrir gott mót og við bíðum spennt eftir mótinu í Úlfarsfelli næsta laugardag og hlökkum svo til að taka á móti keppendum í Hlíðarfjalli helgina þar á eftir en skráning opnar fljótlega. Fylgist vel með á hri.is


bottom of page