top of page
Search

1. bikarmót DH

  • stjorn5
  • Jun 6, 2023
  • 1 min read

Um helgina hélt Brettafélag Hafnarfjarðar tvö mót sem okkar fólk skellti sér á.

Á laugardaginn var Íslandsmótið í Enduro og átti HFA tvo keppendur þar. Jónas Stefánsson sem keppti í A-flokk og lenti í 5. sæti og Kristinn Magnússon sem keppti í mastersflokk og lenti einnig í 5. sæti.


Á sunnudeginum var fyrsta bikarmótið í downhill haldið í Vífilstaðahlíð og átti HFA keppendur í nokkrum flokkum.


Í U13 sigraði Óli Bjarni Ólason

Í U15 sigraði Sylvía Mörk Kristinsdóttir

Í U15 drengja var Anton Ingi Davíðsson í 2. sæti og Sigurður Ægir Filippusson HFA 3. sæti

Í U17 drengja var Hlynur Snær Elmarsson HFA í 2.sæti og hann var einnig í 3. sæti í heildar úrslitum.

Í Junior flokki karla sigraði Björn Andri Sigfússon.

Í master 35+ var Kristinn Magnússon í 2. sæti.


Flottur árangur hjá okkar fólki, það verður spennandi að fylgjast með þeim í mótum sumarsins.


 
 
 

Comments


© 2024 Hjólreiðafélag Akureyrar

bottom of page