top of page

Úrslit í XCO og tímatöku

Um helgina voru síðustu tvö mótin á Hjólreiðahátíð Greifans haldin. Þessari frábæru viku lauk með Íslandsmótinu í ólympískum fjallahjólreiðum, XCO á laugardag og á sunnudag var keppt í tímatöku frá Hrafnagilshverfi. Vegna framkvæmda, sem lauk seinna en gert hafði verið ráð fyrir, var ekki hægt að keppa á þeirri braut sem áður hafði verið auglýst. Því var brugðið á það ráð að keppa í brautinni sem hefur verið farin undanfarin ár, frá Hrafnagili að Akureyri. Félagið biðst velvirðingar á þessu og vonandi verður hægt að fara "nýju" brautina að ári liðnu.


Ingvar Ómarsson úr Breiðabliki sigraði Elite flokk karla í XCO og er því Íslandsmeistari. Í öðru sæti var Kristinn Jónsson úr HFR og þriðji var Hafsteinn Ægir Geirsson úr Tindi.

Sigurvegari í Elite flokki kvenna og því Íslandsmeistari í XCO er María Ögn Guðmundsdóttir. Í öðru sæti var Elín Björg Björnsdóttir, en báðar koma þær frá Tindi. Í þriðja sæti varð Þórdís Björk Georgsdóttir.Í tímatökunni var Hafdís Sigurðardóttir úr HFA fljótust í A-flokki kvenna. Bríet Kristý Gunnarsdóttir úr Tindi varð önnur og Margrét Pálsdóttir frá Breiðabliki varð í þriðja sæti.

Í A-flokki karla sigraði Rúnar Örn Ágústsson úr Tindi, Ingvar Ómarsson frá Breiðabliki var annar og þriðji var Davíð Jónsson úr HFR.Hlekkir á myndapakka úr öllum mótum frá Ármanni Hinriki verða birtir hér á síðunni þegar þeir verða tilbúnir.

Comments


bottom of page