top of page

Íslandsmótið í TT

  • stjorn5
  • Jun 24, 2022
  • 2 min read

Í gærkvöldi, 23. júní, fór fram Íslandsmótið í tímatöku inn í Eyjafirði. Ræst var rétt sunnan við Hrafnagilshverfi og hjólað inn fjörðinn að gatnamótum Eyjafjarðarbrautar eystri og vestri.


Þar sigraði Hafdís Sigurðardóttir í A-flokk kvenna og nældi sér í fyrsta íslandsmeistaratitilinn á tímanum: 00:38:40. Silja Rúnarsdóttir var í öðru sæti á tímanum 00:40:05 og Ágústa Edda Björnsdóttir í því þriðja á tímanum 00:40:05. Hrikalega vel gert hjá okkar konum í HFA og við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

ree

Í A-flokk karla sigraði Ingvar Ómarsson á tímanum 00:35:06, Eyjólfur Guðgeirsson var í öðru sæti á tímanum 00:37:19 og Davíð Jónsson í því þriðja á tímanum 00:37:34, en hann var skráður í U23 og er íslandsmeistari í þeim flokk.

ree

ree

Í U23 í kvenna sigraði Bergdís Eva Sveinsdóttir á tímanum 00:46:13 og Natalía Erla Cassata var í öðru sæti á tímanum 00:48:56.

ree

Í B-flokki karla sigraði Jón Arnar Sigurjónsson á tímanum 00:42:40, Sveinn Otto Sigurðsson var í öðru sæti á tímanum 00:44:00 og Erwin van der Werve frá HFA var þriðji á tímanum 00:45:06. Til hamingju!

ree

Í B-flokki kvenna sigraði Þórdís Rósa Sigurðardóttir á tímanum 00:51:18 og Thelma Rut Káradóttir var í því öðru á tímanum 00:52:34. En þær eru báðar úr HFA og við óskum þeim innilega til hamingju.

ree

Í C-flokki karla var Kristinn Þráinn V. Kristjánsson úr HFA á tímanum 00:52.20.

ree

U15 og U17 fóru styttri vegalengd en þar var snúningspunktur skömmu eftir Grundarkirkju.

Í U15 ára stúlkur hjólaði Hekla Henningsdóttir úr HFR á tímanum 00:32:32.

Í U15 ára drengjum hjólaði Hrafnkell Steinarr Ingvason úr HFR á tímanum 00:29:25.

Í U17 ára drengjum hjólaði Ísak Gunnlaugsson, einnig úr HFR, á tímanum 00:22:28.

Flottur árangur hjá efnilegum hjólurum.

ree

Við óskum Hafdísi og Ingvari innilega til hamingju með íslandsmeistaratitilinn.

ree



 
 
 

Recent Posts

See All
Ferðastyrkur HFA

HFA ætlar að veita styrki til keppenda fyrir keppnistímabilið 2025.  I. Í fyrsta lagi er um að ræða styrk sem sóttur er til ÍSÍ vegna...

 
 
 

Comments


© 2024 Hjólreiðafélag Akureyrar

bottom of page