Lög Hjólreiðafélags Akureyrar
1.grein
Heiti
Félagið heitir Hjólreiðafélag Akureyrar, skammstafað HFA. Heimili félagsins og varnarþing er
á Akureyri.
2.grein
Markmið
Meginmarkmið Hjólreiðafélags Akureyrar eru:
-
Framgangur hjólreiða á Akureyri og í Eyjafirði og hagsmunagæsla fyrir hjólreiðafólk.
-
Faglegar hjólreiðaæfingar í öllum greinum hjólreiða.
-
Keppnishald í hjólreiðum.
-
Fræðsla fyrir hjólreiðafólk, jafnt unga sem aldna.
-
Stuðla að nýliðun og auknum hjólreiðum á svæðinu meðal annars með kynningu og
-
fræðslu fyrir almenning og yfirvöld.
-
Vinna að bættum aðstæðum fyrir hjólreiðar á svæðinu bæði innanbæjar og utan.
-
Að halda Hjólreiðahátíð árlega.
-
Að skrá hjólaleiðir á norðurlandi í sameiginlega gagnagrunna þar sem fram kemur
-
lengd og erfiðleikastig svo auðvelt sé að finna þær leiðir.
-
Að stuðla að og fylgja eftir uppbyggingu, merkingu og viðhaldi hjólaleiða á
-
norðurlandi í samstarfi við landeigendur, viðeigandi yfirvöld og aðra hagsmunaaðilla.
-
Að vera keppnisfélag fyrir fólk sem vill keppa undir merkjum HFA.
3.grein
Félagar
Hver sá sem greiðir félagsgjald til félagsins er félagi í Hjólreiðafélagi Akureyrar. Félagar fara
með eitt atkvæði á aðalfundi og og félagsfundum. Einstaklingar yngri en 16 ára hafa ekki
atkvæðisrétt. Upphæð félagsgjalda skal lögð fyrir aðalfund af stjórn til samþykkis og skulu
þau renna í aðalsjóð félagsins. Félagatal skal varðveitt af stjórn. Stjórn skal setja sér reglur
um meðferð félagatals. Félagatal skal ekki látið af hendi til þriðja aðila. Úrsögn úr félaginu
skal tilkynnt skriflega til stjórnar. Þeir aðilar sem ekki greiða árgjald félagsins verða teknir af
félagaskrá.
4. grein
Skipulag félagsins
Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Stjórn félagsins er æðsti aðili í
málefnum þess á milli aðalfunda og mótar starfsemina í aðalatriðum. Félagsfundi skal boða
svo oft sem stjórn ákveður og ef skrifleg ósk kemur fram frá eigi færri en 10 félagsmönnum
og tilgreini þeir fundarefni hans. Halda skal félagsfund eigi síðar en fjórum vikum eftir að
krafan um hann barst stjórninni og skal boða félagsfundinn með viku fyrirvara. Stjórn er
heimilt að halda aðalfund og félagsfundi með fjarfundarbúnaði eftir þörfum svo fremi sem
atkvæðagreiðsla getur farið fram með þeim búnaði.
5. grein
Aðalfundur félagsins
Aðalfundur félagsins skal haldinn að hausti, eigi síðar en 15. október ár hvert. Aðalfundur
hefur æðsta vald innan félagsins og ákvörðunarrétt í öllum málum þess. Aðalfund skal
auglýsa opinberlega með minnst14 daga fyrirvara auk þess að senda fundarboð í tölvupósti
á alla skráða félagsmenn. Aðalfundur félagsins er löglegur sé löglega til hans boðað, án tillits
til hversu margir mæta á fundinn.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
A. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
B. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
C. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
D. Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 12. grein.
E. Ákvörðun um árgjald.
F. Staðfesting siðareglna.
G. Kosning í stjórn félagsins til eins árs.
H. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
I. Önnur mál.
Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála, sbr. þó 12. grein. Kosning skal vera
skrifleg nema aðeins komi fram ein uppástunga til stjórnarstarfa, þá telst sá sem tilnefndur
er, sjálfkjörinn.
6. grein
Reikningsár og reikningsskil
Reikningsár félagsins skal vera 1. September - 31. ágúst. Allir reikningar skulu vera komnir
til skoðunarmanna félagsins eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund.
Reikningsárið 2020 skal vera 1. janúar 2020 til 31. ágúst 2020. Sérákvæði þetta um
reikningsárið 2020 fellur úr gildi á aðalfundi að hausti árið 2020.
7. grein
Félagaskrá
Stjórnin skal halda félagaskrá og endurkoða hana á hverju starfsári.
8. grein
Afsögn stjórnar
Komi til þess að stjórn segir af sér störfum skal boða til félagsfundar og nýir fulltrúar kosnir til
sama tíma og fráfarandi fulltrúar voru áður kosnir.
9. grein
Félagsslit
Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi með samþykki að minnsta kosti 2/3 hluta
fundarmanna og því aðeins að getið hafi verið um væntanlega atkvæðagreiðslu um framtíð
félagsins í skriflegu fundarboði. Aðalfundur ráðstafar eigum félagsins til þess málefnis er
ákveðið er á fundinum verði það lagt niður.
10. grein
Lagabreytingar
Lögum þessum má ekki breyta nema á aðalfundi félagsins, og þarf til þess samþykki ⅔ hluta
atkvæðisbærra fundarmanna.Tillögur til lagabreytingar skulu tilkynntar með aðalfundarboði
og skulu þær birtar á heimasíðu félagsins eigi síðar en viku 14 dögum fyrir aðalfund.
11.grein
Brottvísun
Verði félagsmaður uppvís um hátterni sem telja má víst að gangi gegn lögum og siðareglum
félagsins getur stjórn tekið ákvörðun um að vísa félagsmanni úr félaginu. Slík ákvörðun
verður að vera samþykkt af meirihluta stjórnarmanna. Stjórn tilkynnir félagsmanni um
ákvörðun sína og gefur félagsmanni eina viku til andmæla. Eftir að frestur til andmæla er
liðinn tekur stjórn andmæli til greina og tekur lokaákvörðun. Ákveði stjórn að vísa
félagsmanni úr félaginu tekur sú ákvörðun gildi um leið og stjórn hefur kynnt félagsmanni
ákvörðun sína.
12. grein
Stjórn Hjólreiðafélags Akureyrar - HFA
Stjórn Hjólreiðafélags Akureyrar HFA skal kosin á aðalfundi félagsins og skal skipuð fimm
einstaklingum og tveimur til vara. Varamenn hafa ávallt rétt til setu á stjórnarfundum, með
málfrelsi og tillögurétt. Stjórn félagsins skal setja sér siðareglur og skulu þær
staðfestar af aðalfundi ár hvert. Stjórn skiptir með sér verkum og velur formann,
varaformann, gjaldkera og ritara. Stjórn og nefndum félagsins er heimilt að afgreiða mál á
fjarfundum sem og með skipulagstólum á netinu svo fremi sem atkvæðagreiðsla fari fram
eftir þörfum og sé skrásett í fundargerðum eins og á hefðbundnum fundum.
Prókúruhafar félagsins skulu vera tveir; formaður og gjaldkeri og skulu þeir hafa aðgang að
öllum reikningum félagsins.
Stjórn skipar formenn í nefndir, til dæmis:
A. Fjallahjólanefnd
B. Götuhjólanefnd
C. Hjólreiðahátíðarnefnd
Fulltrúi úr stjórn HFA skal vera í öllum starfandi nefndum. Formenn nefnda skulu ávallt hafa
áheyrnar- og tillögurétt á stjórnarfundum. Ákvörðun um stofnun nýrra nefnda/deilda innan
félagsins verður eingöngu tekinmeð samþykki allra stjórnarmanna.
Skoðunarmenn reikninga skulu fara yfir bókhald félagsins á 6. mánaða fresti, og skulu fá
aðgang að bókhaldsgögnum óski þeir eftir því.
13.grein
Gildistaka
Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt eru felld úr gildi eldri lög félagsins.
Dagsett: 13. maí 2020.