Hjólreiðafélag Akureyrar - HFA
Fylgstu með okkur eða vertu í sambandi
  • Fréttir
  • Félagið
    • Skráning í HFA
    • Afslættir
    • Lög félagsins
    • Saga félagsins
    • Stjórn
    • Siðareglur Stjórnar
    • Skilmálar vegna netskráninga
  • Hjólahópar
  • Mótaskrá
    • 2017
  • HFA á STRAVA
  • Hjólaleiðir
  • Myndir og Myndbönd

Samgönguvika á Akureyri

Í ár ætla Hjólreiðafélag Akureyar og Akureyrarbær aftur að vera í samstarfi á samgönguviku.
Hjólreiðafélagið skipuleggur og heldur utan um hjólalestir frá öllum grunnskólum bæjarins.
Fólk mætir á hjóli við grunnskólann í sínu hverfi og hjólar saman þar til allir hópar verða búnir að sameinast við Glerártorg.

Þaðan hjólum við saman að Hofi og svo upp í Kaupvangsstræti og flottasti  hjólahópur sem Akureyri hefur átt hjólar svo saman niður göngugötuna.
Í fyrra voru samtals 270 hjólarar sem mættu og tóku þátt þegar við hjóluðum nýja drottningarbrautarstiginn á þessum sama degi.
 Það er eins og 3000 mann hefðu mætt á höfuðborgarsvæðinu.
Við erum sannarlega hjólabærinn Akureyri.

Eins og í fyrra eru lestarstjórar frá hverjum skóla og eru þeir alltaf úr hverfinu :

Naustaskóli: Davíð í Heilsuþjálfun
Brekkustjóri : Þórgnýr Dýrfjörð
Lundarskóli : Gunnar Gíslason
Síðuskóli : Summi Hvanndal og Tryggvi ofurhjólari og einkaþjálfari á Bjargi
Glerárskóli : Víðir Benediktsson
Giljaskóli : Guðríður í Gaman saman útinámskeið
Oddeyrarskóli Sigurvin Fíllinn Jónsson

Allar upplýsingar veitir formaður HFA Vilberg í netfanginu vilberg@hjolak.is
Kortið hér að neðan er bráðabirgða og handteiknað. Von er á nýju í dag eða morgun :)
Picture
Picture
Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.