top of page
HFA Enduro 2021
24. júlí - Húsavík
25. júlí - Akureyri

HFA Enduro 2021 er nú í fyrsta skiptið tveggja daga viðburður.

Mótið er líkt og áður "Enduro World Series Qualifier" svo sigur í mótinu veitir keppnisrétt í EWS auk þess sem efstu sæti gefa stig. B-Flokkur er ekki hluti af EWS Qualifier.

Miðað er við að keppendur mæti klukkan 10:00 báða daga.

Á Húsavík er afhending keppnisgagna frá 9:30-11:00 (nánari upplýsýingar neðar). Talsvert klifur er frá mætingarstað upp að rásmarki, og er miðað við að opna fyrstu sérleið klukkan 11:00.

Á Akureyri er mæting í Strýtuskála, reiknað er með að opna fyrstu sérleið klukkan 10:30.

EWS Kóði:

Til að vinna sér inn EWS stig eða keppnisrétt verða keppendur þó að vera skráðir meðlimir í EWS. Sjá nánari upplýsingar hér: https://www.enduroworldseries.com/ews-entry-overview/ews-membership/

Skrá þarf EWS kóða í skráningarformið til að stigin/keppnisréttur skili sér til EWS.

EWS stig eru gefin í Karla, Kvenna, U21 KK, U21 KVK, Master 35+ KK og Master 35+ KVK.

 

Ekki skiptir máli í hvaða flokk viðkomandi er skráður í mótið varðandi EWS stig, þau fara bara eftir aldri og stöðu á heildarlista. Undanskilið er B-flokkur sem fer styttri leið og telst þar af leiðandi ekki með.
 

Keppnisfyrirkomulag:

Fyrri keppnisdagur verður á brautum í og við Húsavík og seinni á Akureyri. Samanlagður tími allra sérleiða fyrir báða daga telur til sigurs. Ekki er verðlaunað sérstaklega fyrir hvorn daginn fyrir sig.

Hægt verður þó að sjá samanlagðann tíma fyrir hvorn dag fyrir sig, en það er heildartími fyrir báða dagana sem gildir.

Á Húsavík verða 3 sérleiðir og á Akureyri verða 4. Kort af brautum og sérleiðum má sjá hér neðst á síðunni.

B-Flokkur, U13 og U11 sleppa einu stage hvorn daginn.

ATH. Eftir brautarskoðun á Húsavík var niðurstaðan sú að allir flokkar hjóla 3 sérleiðir.

Keppnisreglur HRÍ gilda í mótinu og veitir það stig í bikarmótaröð HRÍ.

Sérstaklega skal kynna sér kafla 5.4 um Enduro

Afhending keppnisgagna:

Keppnisgögn (Tímatökuflaga, númer og dragbönd) verða afhent á bílaplaninu á við Skíðasvæði Norðurþings á Reykjaheiði, við Reyðarárhnjúk þann 24. júlí milli 9:30 og 11:00. (Google Maps)

Einnig er boðið upp á forafhendingu á Akureyri þann 23. júlí milli klukkan 17:00 og 20:00. Forafhending fer fram i Bílskúrnum í Sunnuhlíð 1, Tengiliður er Sigrún í sima 8926217.

Sama timatökuflaga er notuð báða dagana og bera keppendur ábyrgð á því að mæta með hana seinni daginn.

Rafhjólaflokkur:

Boðið er upp á rafhjólaflokk, hann hjólar sömu leið og A-flokkur en rafhjólaflokkur veitir ekki EWS stig né stig í bikarmótaröð HRÍ.

Ungmennaflokkar

Samkvæmt reglum Hjólreiðafélags Akureyrar er ungmennum á aldrinum 10-13 ára aldri skylt að vera í fylgd með foreldri eða ábyrgðarmanni. 

Foreldri/forráðamaður skal mæta með til að fá keppnisgögn afhent, þó svo að annar ábyrgðarmaður fylgi ungmenni í braut.

Þáttakendur á aldrinum 14-16 fá keppnisgögn ekki afhent nema foreldri/forráðamaður fylgi honum í afhendingu gagna.

Þáttaka ungmenna í mótinu er á ábyrgð fylgdarmanns.

  • Allar almennar reglur mótsins gilda um ungmenni.

  • Ungmenni og fylgdarmaður skulu vera í samfloti alla leiðina. Á tímatökusvæðum skal ungmenni fara á undan og fylgdarmaður skal vera næstur í braut.

  • Hver fylgdarmaður má að hámarki fylgja tveimur ungmennum.

  • Ungmenni skal hafa meðferðis allan þann lágmarks búnað sem krafist er í reglum mótsins. Heimilt er að láta fylgdarmann bera búnað fyrir ungmenni.

  • Láta skal keppendur sem fara í braut á eftir ungmenni og fylgdarmanni vita að ungmenni sé í brautinni til að gefa góðann tíma fyrir næstu ferð.

  • Ungmenni skulu vera að lágmarki með hjálm og hnéhlífar. Allur auka öryggisbúnaður er æskilegur.

Húsavík:

Mæting er á bílastæðið við Skíðasvæðið á Reykjaheiði. Þar fer afhending gagna fram frá 9:30-11:00. Einnig er hægt að nálgast keppnisgögn daginn áður á Akureyri, upplýsingar um það má finna hér ofar á síðunni.

10:00 mun mótstjóri ávarpa keppendur og fara yfir praktísk atriði og er ætlast til að allir keppendur séu viðstaddir. Að því loknu mega keppendur leggja af stað eftir þjónustuveginum upp á Reyðarárhnjúk.

11:00 opnar fyrsta sérleið. (Stage 1 Rásröð er frjáls og keppendur ákvarða hana sín á milli. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Miðað er við að keppendur ræsi með 30sek millibili, en þar sem getustig keppenda getur verið misjafnt er rástími svegjanlegur. Undanfari fer fremstur og má enginn keppandi hjóla sérleið fyrr en undanfarinn hefur tilkynnt starfsmanni í ræsingu að hann sé kominn alla leiðina.

Ef keppandi nær öðrum keppanda í braut skal gera vart við sig, og tilkynna hvoru megin hann ætlar fram úr (kem á vinstri/kem á hægri) og ber keppanda sem náð er í braut að hleypa framúr án þess að hindra.

Eftir fyrstu sérleið tekur við talsvert löng ferjuleið að bílaplaninu á Reykjaheiði.

Keppendur skulu hjóla ferjuleiðina. Sé einhver uppvís að keyra eða fá far er viðkomandi umsvifalaust dæmdur úr keppni.

Boðið verður upp á léttar veitingar á planinu á Reykjaheiði.

Önnur sérleið er Hjólabrautin frá Reykjaheiði niður að Botnsvatni. Stutt ferjuleið er svo yfir að þriðju sérleiðinni, sem fengið hefur nafnið Vatnsból. Það er glæný leið sem unnið hefur verið hörðum höndum að síðustu daga fyrir mót og endar í skrúðgarðinum á Húsavik, þar sem grillið verður í gangi og boðið upp á mat og drykk.

Keppendur halda upp á, og bera ábyrgð á tímatökuflögu á milli keppnisdaga.

Ef einhver ætlar sér ekki að mæta á Akureyri skal skila tímatökuflögu til starfsfólks eftir að komið er í mark.

Hægt er að geyma bíla við pósthúsið á Húsavík, sem blasir við um leið og komið er i bæinn. Við kvetjum keppendur til að sameinast í bíla uppeftir, og eins að tala sig saman um að nálgast bíla uppeftir eftir keppni. Mótsstjórn býður ekki upp á sérstakar ferðir til að sækja bíla eftir mót.

Brautarlýsing og praktísk atriði

Akureyri:

Mæting er í Strýtuskála klukkan 10:00. Afhending gagna verður í strýtuskála, ef einhverjir voru ekki á Húsavík og hafa ekki fengið keppnisgögn afhent.

Keppnisstjóri segir nokkur orð við keppendur klukkan 10:15 og keppendur mega svo halda af stað að fyrsta rásmarki, sem opnar 10:30.

Keppendum er heimilt að taka lyftuna upp í strýtu fyrir mót ef þeir kjósa að gera svo.

Ekki er heimilt að taka lyftu á milli sérleiðar 1 og 2. Verði keppendur uppvísa af því verður þeim vikið ur keppni.

Sérleið 1: Hjalteyri -> Gosinn

Keppendur enda niðri á Hlíðarfjallsvegi eftir fyrstu sérleið, og við tekur þá ferjuleið aftur upp að strýtuskála. Óheimilt er að taka lyftuna eftir að keppni er hafin.

Keppendur í B-flokk, U11 og U13 sleppa sérleið 2 og hjóla því áfram niður "Drottningu" í stað þess að fara aftur upp í strýtu.

Vinsamlegast athugið að sérleið 2 þverar ferjuleiðina upp að strýtu. Sýnið aðgát.

Sérleið 2: Ævintýraleið -> Hrúturinn.

Ræst er á pallinum á Strýtuskála og farinn fyrsti hluti af "Andrés" en fljótlega er beygt út í Ævintýraleið.

Hjóluð er svo tengileið niður i Hrútinn.

Hjóluð er ferljuleið yfir Glerárdal og upp að súluplani þar sem léttar veitingar verða í boði. Þaðan er hjólað upp fálkafell og upp á klappir þar sem sérleið 3 hefst.

Sérleið 3: Fálkafell -> Gamli

Þegar komið er í Gamla skal muna eftir að skrifa í Gestabókina, fjórða og síðasta sérleiðin hefst svo þar.

Sérleið 4: Gamli -> Ísbíllinn -> #ókeypisís

Hjólað er fá Gamla og niður eftir Ísbílnum og í #ókeypisís.

Athugið að Frisbígolfmót fer fram á Hömrum á keppnisdag og er teigur mjög nálægt þar sem hjólað er út úr skóginum eftir #ókeypisís. Því skal hægja á eftir að komið er í gegnum markhliðið og hjóla rólega út úr skóginum.

Eftir að komið er út úr #ókeypisís er keppni lokið og hjóla skal styðstu leið á Birkivelli þar sem boðið er upp á mat og drykk, úrslit verða tilkynnt og verðlaun veitt.

bottom of page