Gangamót Greifans verður haldið fimmtudaginn 29. júlí.
Mótið er hluti af stigamótaröð HRÍ og þarf að vera skráður í félag sem er aðili að HRÍ til að skrá sig í stigamót.
Öllum er frjálst að skrá sig í almenningsflokk.
Hér má finna skráningu: https://netskraning.is/hjolreidahatid2021/
Ræst verður klukkan 18:00 frá Sigló Hótel á Siglufirði og hjólað á Akureyri. Endamörk verða við skíðahótel í Hlíðarfjalli og á svæði Bílaklúbbs Akureyri og er endamark misjafnt eftir hópum.
U15 flokkur verður ræstur frá Dalvík og endar á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Allar nánari upplýsingar um Gangamót Greifans er að finna í keppnishandbók, hér neðar á síðunni
Mótið telur til stiga til mótaraðarinnar "Hjólreiðagreifi/Hjólreiðagreifynja"
Mótssstjóri er Jenný Grettisdóttir.
Hafa má samband við mótsstjórn gegnum póstfangið gangamot@hfa.is
Hægt verður að sækja keppnisgögn fyrir Gangamót miðvikudaginn 28. júlí milli klukkan 18:00 og 20:00 í bílskúrnum í Víkurgili 11, 603 Akureyri. (Google Maps)
Tengiliður í for-afhendingu er Jenný Grettisdóttir, 8660446
Keppnisgögn verða svo einnig afhent á keppnisdag á Siglufirði milli klukkan 15:30-17:00.
Við biðjum keppendur að mæta með grímu í afhendingu, bæði á Akureyri á miðvikudag og á Siglufirði á fimmtudag.
Sóttvarnarráðstafanir í Gangamótinu verða eftirfarandi:
-
Allt starfsfólk mótsins mun nota grímur.
-
Keppendur eru beðnir um að halda 1m fjarlægð frá öðrum keppendum og vera með grímu fram að ræsingu.
-
Gott bil verður á milli verðlaunapalla og starfsmaður með hanska og grímu afhendir verðlaun.
-
Verðlaunaafhending verður haldin fljótlega eftir að sigurvegarar í hverjum flokki eru komnir í mark. Ekki er beðið þangað til að allir eru komnir í mark með að afhenda verðlaun.
-
Veitingar og verðlaunaafhending fyrir keppendur í Bikarmóti sem enda í Hlíðarfjalli verða við Skíðahótel í Hlíðarfjalli.
-
Veitingar og verðlaunaafhending fyrir keppendur í Almenningsmóti sem enda á svæði Bílaklúbbs Akureyrar verða við klúbbhús Bílaklúbbsins.
-
Keppendur eru beðnir um að halda 1m fjarlægð og yfirgefa svæðið þegar þeir hafa klárað að borða og tekið á móti verðlaunum.