top of page

Götuhjólaæfingar hefjast 9. maí

Hjólreiðafélag Akureyrar og Líkamsræktin Bjarg bjóða upp á götuhjólaæfingar í sumar.

 

Æfingarnar hefjast 9. maí og lýkur 30. júní. Æft verður tvisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga kl. 18:00 og er hver æfing á bilinu 60-90 mínútur. Mæting er við  Líkamsræktina Bjarg nema annað sé tekið fram og býðst þátttakendum að fara í sturtu og pottinn á Bjargi að lokinni æfingu.

 

Facebook hópur er fyrir þátttakendur og eru allar upplýsingar settar þar inn er tengjast námskeiðinu. Í fyrstu vikunni er þátttakendum boðið að mæta 30 mín fyrr og fá yfirferð á hjólinu sínu.

 

Verð á námskeiðið er 30.000 kr en 25.000 kr fyrir meðlimi HFA

Skráning fer fram í gegnum Sportabler. Þeir sem eru með aðgang að sportabler geta skráð sig á æfingarnar í vefverslun HFA á Sportabler eða hér götuhjólaæfingar

 

Leiðbeiningar um skráningu í sportabler er hægt að nálgast hér

 

Lendi fólk í vandræðum með að skrá sig, er hægt að senda póst á sigrunj73@gmail.com og fá aðstoð.

 

Yfirþjálfarar eru Tryggvi Kristjánsson hjólaþjálfari og Sigrún Kristín Jónsdóttir.

Aðrir þjálfarar eru Sigmar Benediktsson, Berglind Jónasardóttir og Stefán Helgi Garðarsson.

Æfingarnar eru fyrir alla hjólara og hvetjum við byrjendur jafnt sem lengra komna til að skrá sig

 

Hlökkum til að sjá ykkur

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

bottom of page