top of page

Götuhjólaæfingar hefjast 4. maí

Sumarið 2023 býður Hjólreiðafélag Akureyrar í samstarfi við Líkamsræktina Bjarg upp á götuhjólaæfingar.

 

·       Tímabil: 4. maí - 29. júní

·       Tími: Þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18-19/19:30

·       Verð: 28.000kr en 25.000kr fyrir meðlimi HFA. Paragjald 14.000kr fyrir betri helminginn.

·       Upphafsstaður æfinga er breytilegur, upphafsstað er hægt að sjá í Sportabler

·       Þátttakendum býðst að nýta sér búningsaðstöðu og heitan pott á Bjargi að lokinni æfingu.

·       Lokaður Facebook hópur er fyrir þátttakendur

·       Þjálfarar: Tryggvi Kristjánsson yfirþjálfari og Sigrún Kristín Jónsdóttir. Ásamt  gestaþjálfurunum

·       Skráning fer fram í vefverslun HFA í Sportabler

 

Lendi fólk í vandræðum með skráningu er hægt að senda póst á formadur@hfa.is og fá aðstoð

Æfingarnar eru fyrir alla hjólara og hvetjum við byrjendur jafnt sem lengra komna til að skrá sig

 

Hlökkum til að sjá ykkur


 

bottom of page