top of page

Sumarið er komið og sífellt fleiri eru komnir á fjallahjól. Hjólreiðafélag Akureyrar býður í sumar upp á námskeið fyrir þá sem vilja bæta sig á hjólinu, vinna í tækni, læra betur hvernig á að beita sér á hjólinu, nýta gíra og bremsur, velja línur og margt fleira. Jónas Stefánsson, Jonni, einn besti fjallahjólamaður landsins sér um námskeiðið.


Tvö námskeið eru í boði, 1.-3. júní og 8.-10.júní. Aðeins 10 pláss eru í boði á hverju námskeiði.
 

Hvert námskeið inniheldur þrjú kvöld, tvær klukkustundir í senn. Kennt er í Kjarnaskógi.


// Gróf Dagskrá // 

 

Þriðjudagur 18:30 

  • Uppsetning í hjóli 

  • Búnaður 

  • Líkamstaða / þyngdardreifing 

  • Að bremsa 

  • Kyrrstaðan

 

Miðvikudagur  18:30 

  • Línuval / Að horfa áfram 

  • Gíraval / Hvernig á að skipta 

  • Upp brekkur 

  • Niður brekkur 

  • Grófir kaflar 
     

Fimmtudagur 18:30 

  • Að lyfta framdekki / manual / prjón 

  • Að hoppa / bunny hop 

  • Að pumpa / halda hraða 

  • Stökkva fram af / drop 

  • Stökk 

 

Námskeiðið er miðað við tækni á fulldempuðu fjallahjóli en einnig er velkomið að mæta á “hardtail” fjallahjóli sem er eingöngu með framdempara.
 

Hjálmaskylda er á námskeiðinu og mælt er með bak- og hnéhlífum.

Verð fyrir námskeiðið er 15.000.


Skráning fer fram á í gegnum félagakerfið Nóra, á slóðinni iba.felog.is

Þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Þar skal ýta á hnappinn "Skráning í boði"

Þá birtist listi yfir öll þau námskeið sem í boði eru. Þar á lista ætti að vera Hjólreiðafélag Akureyrar, Fjallahjólanámskeið með Jonna, eins og sjá má á mynd. 

Hægt er að greiða með kreditkorti eða fá sendann greiðsluseðil í heimabanka.

IMG_9689.jpg
IMG_0023.jpg
namskeid.png
bottom of page