Bikarmót í Fjallabruni (Downhill) í Hlíðarfjalli
Bikarmót i Fjallabruni verður í Hlíðarfjalli föstudaginn 30. júlí.
Ræst er klukkan 16:00
Afhending keppnisgagna fer fram í Strýtuskála milli klukkan 14:00 og 15:00. Brautin er opin til æfinga þangað til 15:30.
Vinsamlegast athugið að lyftupassi í Hlíðarfjall er ekki innifalinn í skráningargjaldi.
Ekki taldist réttlætanlegt að hækka skráningargjaldið til að hafa lyftupassan innifalinn þar sem áætlað er að meirihluti keppenda sé með sumarkort eða vikupassa. Hægt verður að kaupa dagspassa á 2000 krónur fyrir þá keppendur sem eru ekki þegar með lyftukort.
Hjóluð verður sama keppnisbraut og árið 2020, en þó er búið að gera einhverjar betrumbætur á henni.
Ræsing er sunnan við efri enda á stólalyftunni Fjarkanum.
Skoða má brautina á Strava hér.
Ráslisti verður unnin eftir árangri úr fyrri mótum og verður birtur hér á vefnum á keppnisdag. Keppendur fá úthlutað rásnúmer í samræmi við ráslista.
Hjólaðar eru tvær umferðir og gildir betri tíminn. Keppendum er frjálst að sleppa seinni umferðinni kjósi þeir að gera það.
Í A-flokkum verður tími úr fyrri umferð notaður sem rásröð fyrir seinni umferð. Í öðrum flokkum verður sama rásröð í báðum umferðum.
Keppt er eftir Keppnisreglum HRÍ
Sérstaklega skal skoða kafla 5.3 um Fjallabrun.
Búnaður:
Samkvæmt keppnisreglum HRÍ skal nota hjálm sem ver allt andlit (full-face) bæði í keppni og við æfingar. Hjálmurinn verður að vera með skyggni. Opnir hjálmar án kjálkahlífar eru bannaðir. Einnig skal vera með augnhlífar (gogglur eða hlífðargleraugu).
Þar að auki gerir HFA kröfu um að allir keppendur séu með hnéhlífar.