top of page
Greifinn-Svart.png

Helgina 15-17. júlí býður Greifinn veitingahús upp á fjallahjólaveislu á Akureyri

Ungdúró Greifans - föstudaginn 15. júlí klukkan 17:00

Enduro Greifans - föstudaginn 15. júlí klukkan 20:00 og laugardaginn 16. júlí klukkan 13:00

Íslandsmót Greifans í fjallabruni: Sunnudaginn 16. júlí klukkan 13:00

Skráning í alla viðburði er hafin á https://netskraning.is/enduro-og-dh-akureyri/

Ungdúró Greifans 2022

Ungdúró er keppni fyrir 4-16 ára. Keppt verður í keppnisbrautum í Hlíðarfjalli

Fyrir 4-8 ára verður boðið upp á fjallahjólabrautir í Skillparkinu í Hlíðarfjalli. Ekki verður tímataka eða verðlaun fyrir 4-8 ára en allir keppendur fá keppnisnúmer og þáttökupening.

Mæting er við skíðahótelið klukkan 17:00 og þaðan verður hjólað upp í Skillpark

Fyrir 9 ára og eldri verður keppt í 3 sérleiðum í Hlíðarfjalli, keppt verður í aldursflokkunum U11 (9-10 ára), U13 (11-12 ára), U15 (13-14 ára), U17 (15-16 ára) og Junior (17-18 ára).

Keppendur á aldrinum 17-18 ára keppa í fullorðins keppninni Enduro.

Ungdúró veitir stig til Bikarmótaraðar HRÍ, fyrir Junior flokk verða stig gefin úr Enduro

Dagskrá:

16:30 - Upplýsingafundur við stólalyftu

17:00 - Fyrsta ræsing

Keppnisleið:

Ferð upp með stólalyftu.

Stage 1 - Ævintýraleiðin

Ferð upp með stólalyftu

Stage 2 - Andrés

Stage 3 - Hrúturinn

Skutla aftur upp að stólalyftu.

Rúta mun sækja keppendur á bílaplaninu við skotsvæði, þar verður einnig kerra fyrir Hjól og verða keppendur ferjaðir aftur upp í fjall þar sem verðlaunaafhending fer fram þegar allir eru komnir.

Keppnisleiðina er hægt að skoða á Trailforks

Hvetjum alla keppendur svo til að fylgjast með Enduro sem hefst klukkan 20:00
 

Enduro Greifans 2022

Enduro er líkt og undanfarin ár hluti af Qualifier mótaröð Enduro World Series (EWS) og veitir sigur á mótinu sigurvegurum keppnisrétt í EWS mótaröðinni árið 2023, önnur sæti gefa líka stig sem telja inn á heimslista EWS og veitir möguleika á keppnisrétt.

Til að vinna sér inn keppnisrétt í EWS þarf að vera skráður meðlimur hjá EWS og setja inn einkenniskóða á skráningarsíðu áður en mótið fer fram.

Keppt verður í einu "Pro-Stage" á föstudagskvöld. Sú sérleið verður sérstaklega löng og krefjandi. Ræsing hefst klukkan 20:00

Á laugardegi verður svo keppt í fjórum sérleiðum. Ræst verður frá Hlíðarfjalli klukkan 13:00.

Verðlaunafhendingarpartý fyrir Enduro fer fram á Götubarnum klukkan 19:00 á laugardeginum. #KvEnduro sjá um að halda uppi stuðinu og aldrei að vita nema það verði eitthvað í boði fyrir þyrsta

Í boði er að keppa bara annan daginn, en verðlaun verða einungis veit fyrir heildarárangur báða dagana. Úrslit verða þó birt fyrir hvorn daginn fyrir sig svo keppendur geta skoðað tímana sína.

Rástímar í fyrstu sérleið seinni daginn verða ákveðnir eftir úrslitum fyrri dagsins, þar sem hröðustu menn ræsa síðast. Þeir sem ekki hafa tíma eftir fyrri daginn verða ræstir fyrstir í handahófskenndri röð. Ráslisti verður sendur út eftir keppni á föstudagskvöldi.

Dagskrá.

Föstudagur

19:30 - Upplýsingafundur við Stólalyftu

20:00 - Fyrsta ræsing Stage 1(Frjáls rásröð, fyrstur kemur fyrstur fær)

Laugardagur

12:30 - Upplýsingafundur við Stólalyftu

13:00 - Fyrsta Ræsing Stage 2 (Rásröð miðast við úrslit úr Stage 1)

15:30-17:30 - Grill og gleði á Birkivelli í Kjarnaskóg

19:00 - Aprés Bike og Verðlaunaafhending á Götubarnum

Keppnisbraut:

Föstudagur:

Stage 1: Hjalteyri->Gosi->Drottning

Laugardagur:

Stólalyfta tekin upp í strýtu

Stage 2: Hjalteyri->Gosi

Stólalyfta tekin upp í strýtu

Stage 3: Ævintýraleið->Hrútur

Ferjuleið eftir Drottningu, yfir Glerárdal, upp framhjá fálkafelli og upp á klappir.

Stage 4: Fálkafell->Gamli - Ræsing á Klapparbrún

Stage 5: Gamli->Ísbíllinn->Ókeypis karamellur

Ferjuleið í grillveislu á Birkivelli.

Trailforks linkar á leiðirnar:

https://www.trailforks.com/route/enduro-greifans-2022-dagur-1/

https://www.trailforks.com/route/enduro-greifans-2022-dagur-2/

Íslandsmót Greifans í fjallabruni 2022

Íslandsmeistaramót Greifans í Fjallabruni fer fram í Hlíðarfjalli þann 17. júlí. Keppni hefst klukkan 13:00.

Að venju verður um að ræða tvær ferðir í einni braut og betri tíminn gildir.

Flokkar eru frá 9 ára og uppúr - engin efri mörk. Ráslistar eru ákveðnir eftir úrslitum fyrri móta á tímabilinu.

Keppt verður í sömu braut og notuð hefur verið undanfarin ár í Hlíðarfjalli en flottar endurbætur hafa verið gerðar. Til dæmis hefur endamarkið verið fært neðar og nær lyftunni sunnan megin, bætt við pöllum, table lengd, nýtt chicken run sett upp við fyrra lækjarstökk ásamt því að laga til pall og lendingu og timburpallur við seinna lækjarstökk lagaður til ásamt því að græja brautina í heildina

Hér má finna Trailforks link, en hann hefur þó ekki verið uppfærður með tilliti til lagfæringa sumarið 2022.

https://www.trailforks.com/trails/downhill-139436/

bottom of page