top of page
Bikarmót í Criterium
Á svæði Bílaklúbbs Akureyrar

Criterium er hröð og skemmtileg götuhjólakeppni þar sem keppt er á hringlaga braut.

Þetta árið fáum við að nota aðstöðu Bílaklúbbs Akureyrar, og verður sett upp braut á svæðinu sem nýtir þá frábæru aðstöðu sem Bílaklúbburinn hefur komið sér upp.

Ekki er hægt að birta nákvæma lýsingu á brautinni þar sem hún verður að mestu leiti búin til með keilum og borðum. Reynt verður þó að hafa brautina tilbúna fyrr um daginn svo allir hafi tækifæri til að skoða og prufa brautina.

Boðið verður upp á keppni fyrir alla frá aldrinum 6 ára og eldri.

Criterium keppni fer þannig fram að brautin er hjóluð í fyrirfram ákveðinn tíma og svo þegar tíminn er liðinn er "bjölluhringur" þar sem allir keppendur fara einn hring til viðbótar.

Ef einhver er hringaður af keppanda í sama flokk er viðkomandi úr leik. Hringunarregla er ekki virk í U9, U11, U13 og U15

Farið er eftir keppnisreglum HRÍ og ber sérstaklega að skoða kafla 4.3 um Criterium.

Dagskrá Criterium.

17:10 - 5 Mínútur

  • U9 (6-8 ára)

17:20 - 10 mín

  • U11 (9-10 ára) 10 mín + bjölluhinrug

17:40 - 15 mín

  • U13 (11-12 ára)

  • U15 (13-14 ára)

  • U17 (15-16 ára)

18:00-19:00 - Opinn æfingatimi

19:00 - 30 mín

  • Karlar í Junior (17-18 ára)

  • Karlar í Master 40-49

  • Karlar í Master 50-59

  • Karlar í Master 60+

  • Karlar í B-Flokki

19:40 - 30 mín

  • Konur í Junior (17-18 ára)

  • Konur í Master 40-49

  • Konur í Master 50-59

  • Konur í Master 60+

  • Konur í B-Flokki

20:20 - 30 mín

  • A-Flokkur kvenna

21:00 - 30 mín

  • A-Flokkur Karla

bottom of page